17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 13
17. JÚNÍ
61
báðum ríkjunum. Skilnaðurinn varð
þarafleiðandi í tilfinngum fleslra Dana,
sár missir og þjóðernisleg niður-
læging.
Þar við bættist fátæktin í sjálfu
landinu eftir striðið, og að þjóðernis-
atriðin suður á bóginn fóru að láta
brydda á sier meira og á annan óþægi-
legri hátt en áður: Þjóðernistilfinningar,
sem áður höfðu blundað, tóku nú að
rumska. Þýskir íbúar Danaveldis, sem
þá voru margfalt fleiri en nú, fóru nú
að vakna til meðvitundar um það, að
þeir ættu heirna í Þýskalandi; líka
bættist það og á, að hlutföllin milli
Norðurlandabúa og Þjóðverja innan
takinarka ríkisins voru öll önnur en
áður.
Reyndar liöfðu Þjóðverjar gert vart
við sig áður, og holstenskir aðalsmenn
oít verið við völd í Danmörku og líka
í Noregi, en þeir voru, þrátt fyrir
þýskan sið og þýska lungu, tryggir
ríkinu, svo enguin datt eiginlega í hug
að hætta gæti stafað af þeim, eða að
frá þeim og þjóðílokki þeirra væri sú
alda runnin, er jafnan hefir virið ör-
lagaþung í sögu dönsku þjóðarinnar
og reyndar allra Norðurlanda. —
Gjaldþrot rikisins árið 1813 var
þungt högg, því það gerði hjerumbil
alla þjóðina að öreigum, og er ilt að
fullyrða um það, hvort þau eða skilnað-
urinn við Noreg átti mestan þátt í því
vonleysi, sem nú greyp þjóðina, en
hvorutveggja hjelst í iiendur.
Öll menning og framsókn virtist
ætla að stöðvast og verða að engu.
Fátæktin í landinu hindraði það, að
áfram væri haldið á þeirri braut, sein
byrjað var á fyrir stríðið, nefnilega að
efla framfarir bændastjettarinnar og
landbúnaðarins, svo þar sótti alt í
sama horfið aftur með fákænsku og
ódugnað.
Fyrirskipan, sem konungur gaf út
árið 1814 um aukna barnafræðslu og
betri skóla til sveita, mun ekki hafa
haft mikil áhrif fyrstu árin. En það
versta var, að sá andlegi gróður er
kominn var í landinu í byrjun aldar-
innar, virtist einnig ætla að kulna út.
Thorvaldsen var heimsfrægur
orðinn fyrir myndir sínar, og með
„romantisku" stefnunni, sem komin var
hingað á Norðurlönd frá Þýskalandi,
höfðu Danir þegar fengið visirinn til
bókmenta sinna á nítjándu öld —
Oehlenschláger stóð þar f broddi
fylkingar — eu nú eftir ógæfuárin
virtist listum og skáldskap fara hnign-
andi.
Á þessum árum byrjaði G r u n d t -
v i g að hugsa um það, hvað gera
skildi þjóðinni til viðreisnar. — Hann
hafði þá líka sjálfur farið hið fyrsta
skeið þroska síns. —
Nikolaj Frederik Severin
Grundtvig var prestssonur fæddur
og uppalin á kristilegu heimili, þannig
frá barnsbeini vaninn við að trúa kenn-
ingum kirkjunnar; en auk þess hafði
honum verið innrætt ást á gömlum
sögum og gömlum þjóðlegum fræðum.
Þetta skýrir þá ást og þann skilning,
sem hann seinna sýndi íslenskum sög-
um og dönskum sögnum, eins og
þetta tvent kemur fram hjá ritsnillingum
Norðuilanda á miðöldunum, þeim
Snorra Sturlusyni og Saksa,