17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 9

17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 9
17. JUNI 57 mig þess, að jeg hafði ekki haldið dálítinn ræðustúf við Þjórsárbrú um störf Hins danska heiðarfjelags. Ef til vill hefði þannig löguð ræða getað hrint líkri starfsemi af stað á ísfandi. Nú, það veit maður ekki, og að minsta kosti vanrækti jeg tækifærið. En nú langar mig að reyna að gera dálitla yfirbót og skýra lesendum blaðs- ins lítið eitt frá þessari starfsemi, og ef þeir nú vilja gera mjer þann greiða að láta hugmyndaflugið bera sig til hinna yndislegu tjalda við Þjórsarbrú, á meðan þeir lesa, þá getum vjer ekki nálgast veruleikann betur. Fyrir árið 1864 liöfðum vjer á Jót- landi h. u. b. 130 □ mílur af óræktuðu landi mestmegnis lyngmóum, heiði. Mér hefir verið sagt að á íslandi sje 400 □ mílur graslendi og annar jarð- vegur, er hægt væri að brjóta upp og rækta. En af öllu þessu sje aðeins tæpar 4 □ mílur ræktaðar. Hér iiggur mikið starf óunnið, því helst ætti að fá alt þetta eða þó mestan liluta þess í ræktun. Erfiðleikarnir eru margir, en það er hægt að yfirvinna þá eins og hjá oss, þar sem nú er búið að gera mestan hluta heiða vorra að ræktuðu landi, enda þótt jarðvegur þeirra sje ekki nærri eins frjóvsamur og íslenski jarðvegurinn, sem lijer er um að ræða, þótt þær að vísu liggi betur við sólu og nær almannavegum Evrópu. Nú hefi jeg reyndar heyrt, að tnikið sje gert af hálfu ríkisins til þess, að efla íslenskan landbúnað og það er allrar viðurkenningar vert en ekki er það einhlýtt. Stjórnmálamennirnir geta ekki ráðið við það mál — þeir hafa líka svo inikið annað í höfðinu. Hinn einstaki fósturlandsvinur ræður heldur ekki við það, enða þótt að hann geri sitt bæði með munni og penna og miðlar því af fátækt sinni, eins og t. d. vinur minn Bogi Th. Melsteð hefir gert, þegar hann stofn- aði sjóð til þess að styrkja bændur til vagnkaupa, eða þagar hann hefir verið að berjast fyrir lagningu akvega o. s. frv. Nei, það verður aldrei neitt úr neinu með þetta, fyr en bændurnir gera það sjálfir. Þetta sá lika óberstlautenant Dalgas hjá oss þegar hann stofnaði Hið danska heiðafjelag þann 28. marts 1866. Þetta fjelag vinnur ekki sjálft rækt- unarstörfin en lætur bændum í tje ókeypis ráð og leiðbeiningar. Markmið félagsins er að efla: Trjárækt á heiðum og öðrum jarð- veg, sem ekki er hentugur til annars. Trjáplöntun til girðinga og skjóls. Þurkun og lokræsun jarðvegarins. Nýræktun mýra, engja og þesskonar jarðvegar. Notkun mýra til verksmiðjureksturs. Að flytja kalk og mergil (kalkleir) í jarðveg, sem vantar þessi efni, og að öðru leiti öll önnur starfsemi sem stafar af eða stendur í sambandi við áður nefnd atriði. Síðan Árið 1866 er búið að rækta upp h. u. b. 70 □ milur af heiðum, mýrum og votengjum Jótlands; og spyrji einhver hvernig þetta hafi genið til, þá verður svarið, að það tókst vegna þess að Heiðafélagið vakti áhuga

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.