17. júní - 01.10.1926, Blaðsíða 3

17. júní - 01.10.1926, Blaðsíða 3
1 7. J U N f 3 skrifa og hefir yndi af því, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hann sendi fleira frá sjer, því þeir, sem lesið hafa það sem út hefir komið eftir hann hingað til, munu þrá að lesa meira frá hans hendi. — Jeg hefi kynst Friðrik Ás- mundssyni betur enn nokkrum öðrum íslending hjer í landi, og þykir mjer vænt um að hafa kynst honum. Hann er gáfaður og rjett- sýnn maður, ávalt fús til að rjetta þeim hjálparhönd, er hjálpar þurfa og hann getur hjálpað. Hann mundi láta af hendi sinn síðasta eyrir, vissi hann, að hann gæti gert öðrum greiða og gagn með því. — Þeir verða aldrei of margir, sem gera garð okkar íslendinga frægan, lieima og erlendis, og Friðrik Ás- mundsson eykur töluna þá. Þorf. Kr. Pílagrímsljóð. Eftir B. S. Ingemann. JörSin er yndæl! Yndæll er Guös himin! Sæl eru pílagríms sigurljóö! Fram yfir veröld fagra hann stefnir að Pardís með unaðsóð. Mdirnar koma. Aldir munu liverfa. Kynslóðir ganga i grafarþröng. En aldri skal þagna eilífa lagið við sálarinnar sigursöng! Englar það sungu allrafyrst hjá hirðum: Frelsarinn, eilifi fæddur er! Friður á jörðu! Fagna því maður, velþóknan Drottins á þér er! Þýðandinn man ekki eftir að hafa heyrt nema tvö fyrstu versin af sálminum „Dejlig er Jorden" (Fögur er foldin) sungin á íslandi. Ef til vill er þetta misminni, sem stafar af því, að eg var barn að aldri, þá er eg síðast heyrði sálminn sunginn þar (við jarðarför). • Eg efast raunar ekki um, að síðasta erindið hafi einnig verið þýtt, en eg hefi ekki íslensku sálmabókina við hendina, og get því ekki gengið úr skugga um það. Þýðinguna hér að ofan, sem að ýmsu leyti mun standa nær texta Ingemanns, en gamla þýðingin, (þar með er ekki sagt, að hún í sjálfu sér sér betri), sendi eg hér með frá mér, í þeirri von að ske kynni, að landar mínir einhverjir, er unna þessari grein kveðskapar og hinu hugnæma lagi, einhverntíma við tækifæri vildu syngja hana. — Þess skal getið að við þýðinguna á síðasta erindinu hefi eg, fyrir utan frumtexta skáldsins, stuðst við sænskan texta, sem að vissu leyti er kjarnmeiri. Að sögn er sálmurinn ekki frum- kveðinn af Ingemann; til grundvallar á að liggja æfagamall sálmur frá krossfaratímanum. En í þeirri mynd, sem vér nú þekkjum hann, mun þó vera óhætt að eigna Ingemann hann með heilu og höldnu. F. Á. B.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.