17. júní - 01.10.1926, Blaðsíða 2

17. júní - 01.10.1926, Blaðsíða 2
17. J U N í 2 þessi leið æði seinfær þeim, er ekki hafa annað en hendur sínar við að styðjast, því útgefendur eru oft ekki byrjendum innan handar, enda voru þá líka örðugir tímar fyrir bókaút- gefendur. F. Á. B. hafði nú skrifað nokkrar ritgerðir í dönsk tímarit, en það er oftast illa borgað, og margt af því án endurgjalds. Fyrsta bók F. Á. B. var „De gamle fortalte". Eru sögurnar hinar skemtilegusta, vel sagðar, og hefir höf. gott vald á máli og efni. Þessa bók er nú verið að þýða, og mun hún eiga að koma út á íslenzku í haust. Gefst þá íslendingum tækifæri á að dæma sjálfir um sögurnar. Næsta bók hans var „Ulveungernes Broder". Efni þessarar bókar er líka ísl., tekið úr Njálu, þó margar aðrar heimildir sjeu einnig notaðar — einkum írskar. — Bók þessi er hinni fyrri meiri. Þó nú þessar bækur eigi að heita byrjunarbækur, þá verður ekki hjá því komist, að viðurkenna, að vel sje riðið ú hlaði. Það er enginn sýnilegur viðvaningsbragur á þeim miklu fremur er það meistarabragur, því hvaða sögur eru það, sem ekki er hægt eitthvað að finna að, þó að skáldið, er samið hefir, hafi margra ára reynslu að baki sjer, enda hafa báðar þessar bækur fengið góða dóma, ekki síst í Svíþjóð. Næsta bók F. Á. B. og hin yngsta, er ljóðabók og heitir „öde Strande". Það er hið fyrsta er út hefir komið eftir hann af því tagi. Framan við bók þessa er kvæði til konu höf. og tel eg það eitt af fegurstu kvæðunum í bókinni, en mörg kvæði eru þar þó góð og önnur ágæt, og má því vænta margs góðs af höf. á þcssu sviði listarinnar. í kvæðum höf. finst mjer mega finna margt, sem bendir að lífskjörum sjálfs hans, og furðar mann þá á því, að hann skuli hafa náð svo langt, eins og lífskjörin hafa verið honum óhagstæð; þarf meira en járnvilja og þrek til þess að komast óskaddaður úr þeim þreng- ingum. — Þetta, sem nú er talið, er aðalstarf F. Á. B. hingað til, og er það miklu meira en búast mætti við, þegar tekið er tillit til þess.hvaða kjör hann hefir átt við að búa. Hann hefir ávalt haft mjög lítið fje milli handa, og því átt við raman reip að draga, eins og oft vill viðbrenna hjá þeim, sem velja listina að lífsstarfi sínu. Auk þess hefir hann, eins og að framan er getið, ritað greinar í dönsk tímarit, haldið fyrirlestra um ísland og fslendinga og fl. efni bæði hjer í landi og í Svíþjóð, og hann er bæði áheyrilegur og skemtilegur fyrir- lesari, því hann er vel fróður maður. Hann hefir líka skrifað í „Budbrin- ger", blað, sem Dansk-íslenzka flejagið gefur út, nú síðast í vetur ágæta grein um ísl. bókmentir. Þá er hann nú að þýða sögu einokunar- verzlunarinnar á tslandi, eftir Jón J. Aðils, sem Dansk-íslenzka fjelagið gefur út með styrk frá Dansk-Isl. Forbundsfond og kaupmannafjel. danska. Hann hefir líka þýtt Færey- ingasögu á dönsku, þó hún hafi ekki komið út ennþá. Þetta er það helsta að segja af starfsemi F. Á. B. hingað til. Margt mun hann þó hafa í handriti, fullgert og hálfgert, því honum er ljett um að

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.