17. júní - 01.10.1926, Blaðsíða 12
12
17. J U N f
jliTeðan heimsófriðurinn stóð yfir,
heyrði öll veröldin um hina
grimmúðugu mannaslátrun í Armenía,
og það fylti hug manna hryllingu,
sorg og meðaumkun, og menn urðu
forviða.
Meira að segja með afleiðingum
stríðsins að baki, eyðileggingum þess
Rústir af Surp Zoluilc klaustrinu, viö
bæinn Van.
og mannfórnum, sem sljófgaði
ímyndunarafl, tilfinningu og með-
aumkun Evrópu-þjóðanna, gátu
fregnirnar um þessi hryllilegu morð
í Armeníu slegið óhug á menn, þegar
þær fóru að breiðast út um löndin.
Það var ekki einungis meðaumkun
með þeim aragrúa fólks, er féll fyrir
vopnum morðingjanna oghlautkvala-
fullann dauðdaga, ekki einungis sorg
kristinna manna yfir harmkvælum
trúarbræðra sinna, sem píndi meira
að segja hina sljófustu hugi, það var
langtum meira hrylling sú er greip
menn við hugsunina um, að ríki, sem
unnið hefir viðurkenningu jafnréttis
síns við önnur Evrópu-ríki og í
bandalag með miðveldum Evrópu
vílaði ekki fyrir sér, alveg fyrir
augum hinna kristnu bandamanna
sinna og allra annai’a, að gera tili'aun
til að uppx-æta heila þjóð, karlmenn,
kvenfólk og börn, hreint og beint
afmá hana úr tölu lifenda.
M)enn skildu fljótt, að hér var ekki
að ræða urn upphlaup, sem aðeins
hafði rót sína í ofstæki og ástríðum
skrílsflokkanna hjá ósiðaðri þjóð —
það eitt mundi aldrei hafa nægt til
að fremja þetta hermdarverk. Það
var ríkisstjórnin sjálf, sem eftir
nákvæmum úti-eikningi og með öllum
tækjum, er stóðu ríkinu til boða,
steypti öllum íbúum heils íúkishluta
út í kvalir og dauða, og á ekki fullu
ári gerði meira en eina miljón
friðsamra og vai’narlausi'a akur-
yrkjumanna að fúnandi valköstum
og dauðra manna beinum.
En sorgin, gremjan og viðbjóður-
inn, sem þetta níðingsvei’k vakti,
knúði alla hugsandi menn til að
spyi’ja urn orsakir þær, er að því
gætu legið. — Hvað kom morð-
ingjunum til að frernja þessa glæpi?
f Evrópu og Ameríku — hinum
stóra kristna heimi — hefir almeixn-
ingur verið nógu barnalegur til að
láta sér nægja með þá skýringu, að
þetta væru ofsóknir gegn kristnum
nxönnum: Armenir væru varnarlaus
kristin þjóð í höndum lítt siðaðra
Tyrkjahöfðingja, sem, til þess að
svala í’eiði sinni í stríði við kristin
ríki, léti di’epa þá.
Fyrir þann, er hugsar dýpra, er
þessi skýring — þrátt fyrir samxleik,
sem í henni kanix að felast — þó
ófullnægjandi. Blindur trúarofsi gat
ómögulega verið aðalorsökin. Ung-
tyrkir þeir, er með völdin fóru, voru
alt annað en ofstækismenn í trúar-