Frjálst land - 13.10.1941, Page 1
*
FMLST UNl
RITSTJÖRI: JÖSEF M. THORLACIUS
I. árgangur
Rvík, mánudaginn 13. okt. 1941
BLAÐ OHÁÐRA MANNA
1. tölublað
Er lýðræöið í landinu orðið að
þj óðstj órnareinræði
Alþingi þjóðarinnar kemur
saman í dag.
Starfshættir þessa þing verða
að vera með öðrum hætti en
undanfarandi þinga, þar sem
hangið hefir verið mánuðum
saman yfir að hrúga upp papp-
írslögum, sem að miklu leyti
eru þýðingarlaus.
Starfshættir þessa þings verða
mála á þessu þingi á að vera
með röggsemi og festu, þar sem
aðalmálin séu leyst á einfald-
an og skörulegan hátt og ein-
göngu sé unnið með alþjóðar-
hag fyrir augum, en ekki frá
flokkshagsmuna sjónarmiðum.
Á þessum alvarlegu tímum
mega þingmenn þjóðarinnar
ekki ganga til starfs, sem þiug-
menn ákveðins flokks, heldur
allir sem einn, sem þingmenn
þjóðarinnar allrar.
Eitt af þeim mörgu vanda-
málum er fyrir þinginu liggja,
eru viðskiptasamningarnir við
Stóra-Bretland og Ameríku. 1
því sambandi vil ég benda á,
að rétt virðist að Alþingi at-
hugi þann möguleika, að rifta
fisksölusamningnum og láti þá
menn sitja með ábyrgðina, sem
gerðu þennán samning í óþökk
þjóðarinnar.
Hvað áfengismálið snertir, þá
verður að krefjast þess af þing-
inu, að það samþykki lokun á-
í en gis verslunar innar meða n
érlent setulið er í landinu, því
þó eðlilegast sé, að áfengið sé
frjálst og hver og einn geri það
upp við sjálfan sig hver afskifti
hann hefir af því, þá er það ekki
réttlætanlegt undir núverandi
Framh. á bls. 3.
Að yfirsýn bestu og vitrustu
manna þjóðarinnar, hefir það
frá öndverðu verið álitið sjálf-
sagt, að stjórnskipulög og
stjórnarskrá landsins væru
helgir dómar, er ættu svo sterk-
ar rætur í réttarmeðvitund þjóð-
arinnar, að þeir menn væru
vargar í véum, er leyfðu sér á
enin eða annan hátt að svívirða
þá. Þetta hefir verið sá hyrn-
mgarsteinn er lýðræðið í land-
inu og sjálfstæði þjóðarinnar
hefir verið bygt á.
Lengst af hafa Islendingar
átt stjórnmálaskörunga er stað-
ið hafa á verði um fjárhagslegt
og réttarfarslegt sjálfstæði
landsins og sem hafa haft kjark
og drenglyndi til að halda fast
á málum þjóðarinnar, hvað sem
á dundi. En þegar stéttaflokk-
arnir tóku að hasla sér völl inn-
an íslenskra stjórnmála og sú
skoðun varð ríkjandi hjá þeim
mönnum er ætluðu að gefa sig
að stjórnmálastarfsemi að væn-
iegast væri að ganga til starfs
í ákveðnum póiitískum stétta-
flokki, þótt þeir yrðu við það
að ýta niðnr fyrir skörina sum-
um af þeim málum, er þjóðar-
velferð og jafnrétti bygðist á,
þá varð sú breyting að þeir
•urðu um ieið háðir þeim þrönga
skoðanahring, er sérhver stétta-
flokkur hlýtur alt af að vera
steyptur í og offruðu um leið
því dýrmætasta er nokkur
stjórnmálamaður á, en það er
sannfæringin, og voru þannig
í byrjun sviftir þeim möguleika
að starfa sem víðsýnir stjórn-
málamenn með alþjóðarhag fyr-
ir augum.
iVð mvndun stéttaflokkanná
hafa komið fram skaðlegar
deilur, er hafa raskað jafnvægi
milli hinna ýmsu stétta og lam-
að eðlilegan vöxt og framþróun
atvinnulífsins í landinu í heild.
Enda bregður svo við er stétta-
ilokkarnir koma fram á sjónar-
sviðið, að enginn víðsýnn stjórn-
málaskörungur hefir lifað og
notið sín meðal þjóðarinnar
síðan.
Framh. á bls. 2.
Um leið og Frjálst Land hefur göngu sína, vill það í stór-
um dráttum skýra viðhorf sitt til nokkurra helstu þjóðmála.
ATVINNUMÁL.
Frjálst Land vill vera á verði gegn því að skapist atvinnu-
leysi í landinu — og tryggja atvinnumöguleika hins vaxandi
þjóðstofns — með því að berjast fyrir aukinni framleiðslu til
lands og sjávar og greiðari aðgangi að rekstursfé og fram-
leiðslutækjum og aukinni iðnaðarframleiðslu.
VERSLUNARMÁL.
Frjálst Land er fylgjandi frjálsri verslun og mun beita
sér gegn hverskonar höftum og sérréttindaaðstöðu.
UPPELDIS- OG MENNINGARMÁL.
Frjálst Land mun stuðla að því að settar séu á stofn upp-
eldisstofnanir, þar sem þörf krefur og skólakerfi landsins
verði breytt til meiri áhrifa um uppeldi og hagnýta verklega
þekkingu í samvinnu við heimilin. Ennfremur að aukin verði
fagleg þekking á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins.
FJÁRMÁL.
Frjálst Land mun stuðla að því, að heilbrigt fjármálalíf
þróist í landinu og vera á verði gegn hverskonar fjármála-
spillingu. Einnig mun það vinna að því að stjórnarkerfi lands-
ins verði gert einfaldara og rikisreksturinn kostnaðarminni
en nu er. z
IÞRÖTTIR.
Frjálst Land vill stuðla að eflingu íþrótta í þjálfunar-
skyni og telur það nauðsynlegan lið í andlegu og líkamlegu
uppeldi.
RITFRELSI — MÁLFRELSI.
Frjálst Land mun krefjast þess að ritfrelsi og málfrelsi
verði óskert, án tillits til skoðana.
LÝÐRÆÐI — ÞINGRÆÐI.
Frjálst Land er fylgjandi lýðræði og þingræði.
I A Kj I
1,50010