Frón - 26.01.1918, Síða 5

Frón - 26.01.1918, Síða 5
FRÓN 3 TJtan af laiidi. Óvenju frosthart \ heíir vei’ið undanfarið um land alt. — Á sunnudaginn er var og mánudaginn var frostið á Grims- stöðum 36° C. og mun það vera með meztu frostum er koma hér á landi. 34° C. voru á Kolviðar- hóli á mánudagsmorguninn og 31 stig á geðveikrahælinu Kleppi á mánudagskvöldið. Úr Skagaílrði. Eftir símtali úr Skagafirði er fjörðurinn fullur af hafís og er ísinn samfrosta. Ekki bólar þar á neinum vandræðum enn sem komið er. Hey- og matbirgðir manna nægilegar þótt harðindin haldist nokkra hríð. Frá Ísaílrði er símað, að talsverð vandræði af harðindum séu þar í kaup- staðnum, bæði af bjargarskorti og eldiviðarleysi. Hefir fógeti leitað til stjórnarráðsins um hjálp. En ek'ki hefir enn þá verið hægt að veita dýrtíðarlán þau, er síðasta alþingi gerði ráð fyrir að veitt yrðu hæja- og hreppsfélögum. — Bráðabirgðalán mun þó stjórnin hafa í hyggju að veita þangað til fé fæst, svo hægt sé að veita hin reglulegu dýrtiðalán. „Botnía“, eign Sameinaða gufuskipafélags- ins, er legið hefir á Seyðisfirði síðan hún hætti slrandferðum í ágústmánuði síðastliðnum, hefir nú verið fengin til að llytja kjöt til Noregs. Kemur skipið hér inn- an skamms. Lagði á stað frá Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum en varð þá að snúa aftur sökum hafíss. Hefir enska stjórnin veitt undanþágu frá viðkomuskyldunni í enskri höfn, svo skipið fer beina , leið hjeðan til Noregs. „Islands Falk“ kvað vera væntanlegur hingað bráðlega. Nokkrir hvítablrnlr hafa verið lagðir að velli nú í harðindakastinu. Sagt er að á Melrakkasléttu hafi einn maður lagt þrjú hjarndýr að velli sama daginn, og fleiri bjarndýr hafa verið lögð að velli þar á slétt- unum. Þá er sagt að einu hafi verið banað á Skagaströnd og einu á Dalakjálka í Mjóafirði. — Alls er sagt að 6 bjarndýr hafi verið drepin síðan hafisinn rak að landinu nú eftir nýárið. Breiðafjörð eða firði inn úr honum, Gils- fjörð og Hvammsfjörð, lagði alla undir ís i frosthörkunni. Er slíkt að visu ekki mjög fátítt að firði þessa leggi, en óvenjumiklir ísar hafa þó verið þar nú um tíma. Flóabátur þeirra Breiðfirðinganna hefir nú um tíma legið hjer í Reykjavík. Hefir eigi komist til Stykkishólms sökum lagíss. Nú kvað isinn vera að greiðast sund- ur þar vestra, svo vonandi getur nú báturinn tekið aftur til starfa. Frétt frá Akureyri segir að allur Eyjafjörður sé nú ein íshella og megi ríða hann þvers og endilangt, og jafnvel að fara mætti fram um öll nes og til Siglufjarðar. ís er svo langt sem augað eygir. Úr Árne88ý8lu er sagt að sumstaðar hafi verið farið að skera kýr af heyjum, nú i harðindakastinu. „Lagarfoss“ er væntanlegur innan skamms. Er að losa norðurlandsvörurnar á Austfjörðum. Kemur svo hingað. „Andvaka“ heitir nýtt tímarit, sem Bjarni Jónsson frá Vogi gefur út. Fyrsta heftið er nýkomið, ræðir það mest um fánamálið. Ritið hefst með kvæði til fánans eftir Þorkel Erlendsson. Þá eru ræður um fánamálið, er þeir hafa flult á fundum Sjálfstæðisfélagsins í vet- ur: Benedikt Sveinsson og Bjarni Jónsson frá Vogi, þá Fjallkonu- vísur og Fjallkonu-óður, eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Enn er grein um rjettarstöðu íslands eft- ir sama höfund og önnnr, sem heitir »Mannamunur«, um tillög- ur og afskifti nokkurra manna utanlands, íslenzkra, danskra og norskra um sjálfstæðismál vor. Þá er nótuselt kvæði Anders Hovdens »til íslands«, lagið eftir Árna Thorsteinsson. — Loks er kveðja til Finnlands, kvæði eftir Sigurð Grímsson frá ísafirði. Svo sem sjá má af þvi, er hér segir af efni ritsins, er það fjöl- breytilegt, þóft alt stefni að einu marki. Á Bjarni skilið þjóðar- þökk fyrir útgáfuna, því að nú er íslendingum nauðsyn á að gefa því sterkar gætur, er fram vind- ur um fána-málið og mikill fróð- leikur um þau efni i ritinu. B. V élplógar. Nokkrir dugnaðarmenn á Akra- nesi hafa gert félag með sér til þess að kaupa vélplóg (motor- plóg) frá útlöndum á komandi vori. Plógur þessi er ærið stór- virkur og hið mesta þarfaþing; verður honum og í bezta lagi við komið á Akranesi þar sem saman liggja stórfeld flæmi garða og landa, sem hæf eru til rækt- unar. Má vænta þess að fyrirtæki þetta leiði til mikillar eflingar garðræktar hér á landi og er þess hin mesta þörf. Bsb j air f r éttir. Gangverð erlendrar rnyntar. Bnnkar. PósLhús. Doll. U.S.A. & Can. 3,50 3,60 Franki franskur... 59,00 60,00 Sænsk króna.......112,00 110,00 Norsk króna....... 107,00 106,00 Sterlingspund. ... 15,70 16,00 Mark .............. 67,00 Holl. Florin.............. 1,47 Austurr. króna................. Kartöfl urælítun arfélag. Nýverið hefir verið stofnað hlutafélag hér í bænum, til þess að koma af stað kartöflurækt i stórum stíl. Eitt slíkt félag mun áður hafa verið stofnað hér á landi. Það var í Skagafirði nú fyrir nokkrum árum síðan. Átti félag það allervitt uppdráttar fyrst í stað. En síðustu árin er það starfaði mun það hafa gefið nokk- urn arð. Nú mun félag þetta hætt að starfa én garður þess mun þó enn starfræktur af einstökum mönnum. Þetta nýja félag er stofnað fyr- ir forgöngu tveggja ungra dugn- aðarmanna. í stiórn þess eru for- göngumennirnir, þeir, Guðmund- ur Jóhannsson og Þórður Ólafs- son og svo Benedikt Sveinsson alþm. og bankastjóri. Varastjórn- andi Einar Helgason garðyrkju- maður. Stofnféð kvað vera 8000 krón- ur, og má auka hlutaféð upp í 12 þús. Leigt kvað félagið hafa tvo tugi dagsláttna af Jóhanni bónda Eyj- ólfssyni í Brautarholti og þar ætl- ar það að reka kartöflurækt í sumar komandi. Sagt er að landsstjórnin ætli að gangast fyrir þvi að fá útlent útsæði og kvað hún hafa lofað félagi þessu einhverju af því. Vonandi er að félagi þessu farnist vel og þessi byrjun verði vísir til mikilla framfara í þess- ari grein jarðræktarinnar hér á landi. Land8verzlunin. Eftir áramótin gerði landsstjórn- in þá breytingu á »Verzlun Lands- sjóðs« að forusla hennar og fram- kvæmd öll var falin þrem mönn- um. Mennirnir er landsstjórnin hefir valið eru þeir Ágúst Ftygenring, kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði, Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdarstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Magnús Kristjánsson alþm. og kaupmann á Akureyri. Hafa menn þessir nú tekið við allri stjórn verzlunarinnar. Allír eru menn þessir þjóðkunnir at- orku og dugnaðarmenn. Bæjarstjórnarkoaning á fram að fara hér i bænum 31. þ. m. Eru þessir listar fram komnir: Frá verkmannafélögunum. Á honum standa þessi nöfn: ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ FRÓN kemur út einu sinni á viku. Kostar 4.00 kr. árg., ef borgað er fyrir 1. júlí, 5.00 kr. ef siðar er greitt. Gjalddagi 1. júlí ár hvert. Uppsögn s'krifleg bundin við áramót — ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt., enda kaupandi þá skuldlaus. Útgefandi: Félag f Reykjavfk. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grfmúlfur H. ólafssou, Laugabrekku í Reykjavik. Sími 622. — Box 151. Afgreiðslumaður: Þorlákur Davíðsson, Bergstaðastræti 45. Afgr. Tempiarasundi 3. Simi 477. I ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Þorv. Þorvarðsson prentsm.stj. ólafur Friðriksson, ritstjóri. Jón Baldvinnsson, prentari. Sigurjón Ólafsson, sjómaður. Kjartan Ólafsson, verkamaður. Guðmundur Davíðsson kaupm. Jónbjörn Gislason, verkstjóri. Þá frá hinu nýstofnaða bæjar- málefnafélagi Sjálfstjórn. Á hon- um standa þessi nöfn: Sveinn Björnsson, yfirdómslögm. Inga L. Lárusdóttir, ungfrú. Guðm. Ásbjörnsson, kaupmaður. Jón Ólafsson, skipstjóri. Guðm. Eiríksson, trésmiður. Jón Kristjánsson, prófessor. é Nýr scndiinaður. Nýlega hefir landstjórnin ráðið skipamiðlara Gunnar Egilsson sem ráðunaút sinn í Bandarikjunum í Ameríku í stað Jóns Sivertsen verzlunarskólastjóra, er verið hef- ir það undanfarið. Fer Gunnar vestur með Gull- foss — núna reftir helgina — á- samt fjölskyldu sinni og sezt að vestra. Er það trú þeirra er Gunnar þekkja.'að hann muni velfallinn til starfs þessa, og vænta hins bezta af starfi hans. Guðmundur Ölsen, kaupmaður varð bráðkvaddur hér í bænum 21. þ. m. Hann var Reykvíkingur að •uppruna og hafði alið allan aldur sinn hér í bænum. Hann hafði nú um mörg ár rekið verzlun í Aðalstræti hér í bænurn. Hann var merkur maður i hvívetna og vel látinn og á bær- inn þar á bak að sjá eins og sín- um merkustu borgurum. Saltkjöt og Rullupylsur er auðvitað bezt í Matarverzlun Tómasar Jónssonar Laugaveg 2.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.