Morgunn - 01.12.1974, Page 58
136
MORGUNN
þetta augnablik. Eg finn enga hreyfingu og heyri ekkert
hljóð, en ég sé jörðina ganga i bylgjum og fjallið hrynja ofan
á dalinn. íig skynjaði, hvernig það molaði undir sig húsin
og allt lifandi og kvikt, sem fyrir varð, og ég vissi, að jörðin
rifnaði sundur og meiri hluti þessa stóra og volduga ríkis og
lands sökk i sjó og eftir varð aðeins eyja, sem nokkra líkingu
hafði af þvi, sem nú heitir ísland.
Nú kemur augnablik, og allt hverfur augurn minum í
myrkri. En svo fæ ég aftur að sjá sólaruppkomu, að því er
mér finnst löngum timabilum seinna. Þá liefur dalurinn að
miklu leyti fengið sinn núverandi svip, og það er allt svo
bjart og hreint, en einkennilega hljótt, og ég skynja það um
leið, að þetta er landið, sem biður komandi kynslóðar.