Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Side 74

Morgunn - 01.12.1974, Side 74
152 MORGUNN sanninda; að launhelgar Egyptalands hafi haft að geyma hin dýpstu trúarlegu sannindi, og þær hafi verið meðal merkustu trúarstofnana heimsins á því tímabili. Amenhótep IV varð fljótt ljóst, að ríkistrúin hafði ýmsa galla og leiddi í sumum tilfellum til spillingar, og gerði hann því fyrst tilraunir til leiðréttinga í þessum efnum með nýrri túlk- un á andlegum staðreyndum lífsins. Hann hafði meiri áhuga á heimspeki og trúmálum en landvinningum og rikismálefnum öðrum. Hann hafði fyrst og fremst áhuga á að binda enda á fjölgyðisdýrkun Egypta, sem var leifar frá fornri tíð, þegar ríkið skiptist í fjölda smárikja, sem hvert fyrir sig hafði sérstakt verndargoð, er venjulega var dýrkað i einhvers konar dýrslíki. En Egyptar byrjuðu tiltölu- lega snemma einnig að dýrka sólina sem guð, og smátt og smátt tóku þeir líka að dýrka hin ýmsu smágoð sin sem sólargoð í hkingu við sólguðinn Ra. Rökrétt þróun hefði átt að vera sú, að smágoðin rynnu saman í einn guð. En þar var þrándur í götu, þ.e. prestastéttin. Hver guð hafði sín musteri og sinn prestahóp, sem átti mikilvægra stjórnmálalegra og fjárhagslegra liags- muna að gæta i því sambandi. Því stærri sem flokkur prest- anna var, þeim ímm sterkari var mótstaðan gegn öllu þvi, sem gæti svipt þá sérréttindum sínum. Voldugasta prestaveldið var í Þehu. Þegar borg þessi varð aðsetur faraós, varð verndarguð hennar, Amon, um leið æðst- ur egypzkra guða. Horium var ekki einungis jafnað við sólguð- inn, en rann að lokum saman við hann í eitt goð, Amon-Ra. Prestar hans voru svamir andstæðingar eingyðishugmyndar, sem ekki hafði í för með sér aukin völd fyrir þá. En tilgangur Amenhóteps IV með því að útrýma fjölgyðisdýrkuninni var ekki sá, að gera Amon að einasta guðinum. Sá guð, sem Amenhótep vildi að Egyptar dýrkuðu, var tákn- aður með sólinni, „hinum mikla Aton“, uppsprettu alls lifs. Og Aton til heiðurs breytti hann nafni sínu, Amenhótep, i Ekn- Aton, þ.e. „sá sem Aton elskar“. Þegar unga siðbótarmanninum i Þebu varð litið yfir öll hin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.