Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Side 5
OTVARPSTIÐINDI
5
ráðs voru meðal annars byggðar á
‘því, að vegna. orkuaukningar stöðvar-
innar, heyrist íslenzka, útvarpið nú
víðsvegar út um heim — og því verða
dórnar annara þjóða um íslendinga,
að því er snertir þetta svið, byggðir
á þeirri lifandi. hljóml'st, sem útvarp-
ið flytur.
— Hafa fleiri breytingar komið til
mála?
— Já. Nefna má sem nýbreytni, að
tekinn verður upp nýr liður á þriðju-
dögum. Til bráðabirgða getum við
nefnt hann »fræðsluflokk útvarpsins«.
— Pessi starfsemi er þannig hugsuð,
að tekin verða til meðferðar ákveðin
efni, nokkur þriðjudagskvöld í röð og
hlustendur hvattir til þess að mynda
með s,ér námsflokka, um viðkomandi
efni,
Fyrirlesari útvarpsins mun, þá til-
kynna í tæka tíð, hvaða bóka og a,nn-
ara gagna þeir hlustendur skulu afla
sér, sem taka þátt í þessum náms-
flokkum. Fyrirlesarinn mun síðan
skýra viðfangsefnið fyrir hlustend-
um með það fyrir augum fyrst o.g
fremst, að gera þeim fært að stunda
framvegis sjálfsnám í viðkorandi
grein.
Þess má geta„ að sænska útvarpið
vinnur mikið á þennan hátt.
— Hvert mun verða fyrsta efnið,
sem þannig verður tekið til meðferð-
ar?
— Það mun verði lestur fornrita,
sennilega Eddnanna. Síðar rnunu
verða, tekin nátt.úrufræðileg og' sagn-
fræðileg efni og e. t. v. fleira.
— Eru líkur fyrir fleiri nýjungum?
— Ekki nema, þá helzt það, að á
fimmtudagskvöldum verður tekinn
upp sérstakur þáttur, þar sem fjall-
að verður aðallega um hverskonar
mannrækt, ef mér leyfist. að orða það
svo,
— Hvernig er hugsað að þessari
mannræktarfræðslu verði hagað?
— I þessumi flokki verða flutt er-
indi um íþróttamál, heilbrigðismál,
bindindismál, ýmis æskulýðsmál og
yfirleitt allt, sem að því lýtur að ala
upp hrausta og heilbrigða þjóð, a,nd-
lega og líkamlega. »Heilbrigð sál í
hraustum líkam!a« mætti hafa s,em
kjörorð þessa fyrirlestraflokks.
— Er þegar ákveðið, hvaða fyrir-
lesarar muni koma þarna fram?
—- Já, að allmiklu leyti, Otvarpsráð
hefir þegar tryggt sér aðsfoð ágætra
lækna og íþróttamanna og fleiri
áhuga- og fræðimanna á þessum svið-
um.
— Má svo búas,t við, að aðrir liðir
verði með líkumi hætti og verið hefur?
— Já, það verða »góðkunningjarnir«
útvarpssagan, húsmæðratíminn og
þátturinn um daginn og veginn. —
Sömuleiðis leikstarfsemin.
— Er nokkuð að taka fram um
tungumálakennsluna?
— Ekki annað en það, að hún verður
nú öll að kvöldinu á virkum dögum
frá ld. 18,15—19,20.
Að síðustu vil ég svo aðeins taka
fram, að við reynum, að gera þetta
eins vel og við getum, hvað sem hver
segir!