Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Síða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI
7
GunnarPálsson
syngur einsöng
mánud. 24. okt.
kl. 20.35.
Gunnar Pálsson er e;inn þeirra ís-
lenzku söng’vára, sem nýlur mikiila
vinsælda hjá útvarpshlustendum.
Hann er fæddur og uppalinn á Ak-
ureyri. Þar stundaði hann nám, en
fór síðan til Bandaríkjanna, þar sem
hann nam byggingalist við hásikólann
í Pittsburgh.
I skólanumi vakti hann fljótt á sér
athygli með söng sínum. Eitt sinn var
það á skemmtiun, er skólinn hélt, að
Gunnar ,sön.g nokkur íslenzk lög og
vakti með því mikla aðdáun áheyr-
enda. Meðal þeirra voru hjón ein ame-
ríkönsk, sem Gunnar hreif svo með
söng sínum, að þau buðu að kosta
hann til söngnáms. Tók hann boði
þeirra og stundaði söngnám þetta um
langt skeið. Síðar fékk hann stöðu
sem einsöngvari og hafði' af því
nokkrar tekjur, ,sem hann varði til
frekara söngnáms. Oft söng Gunnar
opinberlega, þ. á. m. í útvarp og hlaut
jafnan aðdáun og góða blaðadóma.
Gunnar var einn meðal hinna fyrstu
söngvara, sem sungu í hina miklu út-
varpsstöð K.D K.A. í Pittsburgh.
Þetta var árið 1923 og var útvarps-
stöð þessi ein. hin fyrsta ,í Bandaríkj-
unum, sem útvarpaði lifandi hljómlist.
Árið 1926 fór G. P. í sumarleyfi
sínu til Islands og hélt þá söng-
skemmtanir á Akureyri. Einnig þar
hlaut hann sem kunnugt er hina
beztu dóma og aðdáun áheyrenda.
Síðan fór G. P. aftur til Ameríku