Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Page 12

Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Page 12
12 ÚTVARPSTIÐINDI Hörðiir Bjamason húsameistari flytur erindi um skipulagsmál bæja fimmtudaginn 27. okt. Hörður Bjarnason hefir numiö bygg'ingalist við teknisku háskólana í Darmstadt og Dresden. Hann lauk prófi frá Dresdenar- háskóla vorið 1936, en þar hafði hanr, lagt stund á skipulagsmál bæja og sveita sem sérgrein. Nú veitir hann forstöðu teiknistofu skipulagsnefndar bæja, sem sett var á stofn með lagabreytingu frá Alþingi síðastliðið vor. Ilörður hefir ritað all mikið um þessi mál í dagblöðin í Reykjavík nú undanfarið, enda, mun hann hafa lagtí sig mjö.í fram um að kynna: sé? þessi mál eins og þau horfa nú við. Gunnlaugur Briem, verkfræðingur: ENDURVARPSSTÖÐIN AÐ EIÐUM Þörfin fyrir endurvarpsstöð á Aust- urlandi var knýjandi. Endurvarpsstöðin að Eiðum va.r opnuð 27. sept. s. 1. Hlutverk hennar er að taka við útvarpinu frá 100 kw. útvarpsstöðinni í Reykjavík betur ert unnt, er að g,era með venjulegum við- tækjum og útvarpa því svo aftur á annari öldulengd. Pannig er henni ætlað að bæta úr því ófremdará- standi, að Austfirðingar hafa verið að miklu leyti sviftir afnotum ís- lenzka útvarpsins undanfarin ár vegna truflana frá erlendum útvarps- stöðvum. Var mjög títt, að ekki skild- ist. eitt einasta orð í kvöldútvarpinu frá Reykjavík á svæðinu milli Djúpa- vogs og Þórshafnar, en þar heyrist útvarpsstöðin í Reykjavík daufast, og truflanirnar frá rúspnesku stöðinni í Minsk voru þar verstar. Veðurfrétt- ir og .slysavarnatilkynningar náðu þá ekki á kvöldin til Austfjarða eða skipa austa.nlands., GERÐ SENDISTÖÐVARINNAR. Senditækjum endurvarpsstöðvar- innar er komið fyrir í nýju húsi 300 metra, austan við skólann að Eiðum, og er íbúð stöðvarvarðar, Davíðs Árnasonar, í sama húsi. Senditækin eru af allra nýjustu og fullkomnustu gerð, og satnanstanda, í stórum drátt- um af stýrisendi (lengst til vinstri á myndinni),. afriðli, aðalsendi og mót- ara (hljóðmagnara). Stýrisendirinn er krystallsstýrður, til þes,s að öldu-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.