Útvarpstíðindi - 17.10.1938, Qupperneq 14
14
ÚTVARPSTIÐINDI
stöku gerð loftnets má stilla viðtækið
þannig-, að það tekur ekki við raföld-
um úr einni átt, nema þá mjög dauft.
Pannig má stilla það þannig, að hin-
ar truflandi raföldur frá rússnesku
stöðinni í Minsk komist ekki í gegnum
viðtækið, þó raföldurnar frá útvarps-
stöðinni í Reykjavík séu móttekn-
ar með fullum styrk og síðan leiddar
til sendistöðvarinnar eftir símastreng
og útvarpað þaðan aftur á annari
öldulengd (488 m.) nokkurn veginn
truflanalaust.
Endurvarpsstöðina má einnig nota
til þess að útvarpa sérstakri dagskrá
frá Austfjörðuifij, eins og gert var, er
hún, var opnuð.
Með núverandi öldulengd (488)
heyrist endurvarpsstöðin vel um það
svæði, sem henni var ætlað að ná tií
(Djúpivogur—Þórshöfn) og jafnvel
mun lengra. 1 næmum viðtækjum má
heyra, hana á Akureyri og Siglufirði
á daginn en á kvöldin um svo að
segja allt land. Hinsvegar má búast
við, að langdragið verði talsvert
minna á daginn, ef nauðsynlegt verð-
ur að nota mun styttri öldulengd.
G'imnlaugur Brievi.
Spurningar
hlustentla
(Hér birtast nokkrar spurningar frá
hlustendum, sem sendar hafa verið Rikis-
útvarpinu. En vegna þess, að ekki hefir
gefizt tækifæri til að svara þeim í sjálfu
útvarpinu, hefir orðið samkomulag um að
blaðið svaraði þeim, enda eru sumar þeirra
betur fallnar til skriflegs svars en munn-
legs).
1. sp.: Ef viðtæki er tekið úr notk-
un um lengri tíma, t. a. hálft ár,
skemmast þá sýrugeymarnir meira
hlaðnir eða óhlaðnir?
Svur: Sýrugeymar eiga ávallt að
geymast hlaðnir.
2. sp.: Hvernig er bezt að geyma
rafhlöðu (þurbatteri) ?
Svar: A þurrum en heldur svölum
stað, þar sem lítið er um hitalbreyt-
ingar.
Þorsteinn í Broddanesi spyr:
3. sp.i Er nokkuð til af vopnum
fornmanna, svo ,sem öxin Rimmugýg-
ur, atgeirinn Gunnars, sverðið Fótbít-
ur, sverðið Jökulsnautur og »saxið
góða«? Og Þorsteinn bætir við: Ef
eitthvað er til af þessum vopnum. og
ef þau eru geymd á þjóðminjasafninu,
þá ætla ég að láta, það verða mitt
fyrsta verk, næst þegar ég kem til
Reykjavíkur, að skoða þau.
Otvarpstíðindi báru ,s]:u>’n:ngu
þessa upp fyrir Matthíasi Þórðarsyni
þjóðminjaverði og gaf hann eftirfar-
andi svar:
Hér á þjóðminjasafninu eru all-
mörg vopn. Ýmis af þeim, eru frá
söguöldinni og mörg frá sturlungaöld-
inni eða yngri. En því miður engin
af hinum nafngreindu sögulegu. Eng-
inn veit, hverjir hafa, átt þessi vopn,
né hvaða verk kunna að hafa verið
unnin með þeim. Meira að segja er
hér enginn atgeir til og engin öxi, sem