Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 25.11.1940, Blaðsíða 14
ur vera orðin barn heima í sveitabaðstof- unni og syngja með systkinum mínum, þessi hugnæmu, yndislega látlausu íslenzku lög og kvæði, sem þarna höfðu oi'ðið fyrir valinu. Þó sat ég alein við útvarpið mitt hérna í borginni. Eg get ekki hugsað mér neitt meira göfgandi fyrir börn og allan æskulýS en að læra og syngja falleg lög og kvæSi, og mér finnst það grátlega sorglegt að heyra smá- börn nútímans syngja eingöngu slagara úr útlendum jazz. Yeslings börnin heyra ekki annað og geta þess vegna ekki lært annað, því ef nokkuð er sungið eða raulaS af full- orSna fólkinu, eru það helzt danslög. Það er orðiS mjög fátítt, aS fólk syngi heirna hjá sér og er það illa farið. Nútíma mæður hafa ekki tíma til þess að sitja hjá börnum sínum og raula viS þau kvæði og vers á meðan þau sof'na eins og gerðist í gamla daga. Nú þurfa þær kannske á bíó eða Borg eða í boS. En ég er sannfærS um. aS fáir gera sér ljóst, hve miklu börnin tapa við það að læra ekki að syngja falleg lög og kvæði. Eg, sem þetta skrifa, er alin upp við ljóð og söng frá bamæsku. Eg veit hvílíkan unaS þetta hefur veitt mér. Þess vegna finnst mér ég geta dæmt dálítið um þetta af eigin reynd. Ég vona fastlega að framhald verði á þessum dagskrárliS. Þessar fátæklegu línur eiga aSeins aS sýna, hve mikils ég met þessa viðleitni til að fá fólkið til að taka undir og læra ný lög, og sem betur fer, veit ég, aS fleiri eru á sama máli. Vng sveitaJcona, búsett í Rvík. UPPLESTRAR OG ERINDI. Kvöldvakan 30. okt. Bjöm K. Þórólfsson er alltaf dálítið þurr. Annars var þetta er- indi fróðlegt og aS líkindum það skemmti- legasta, sem hann hefur flutt. Þarna kom svo íram nýr kvartett og spáir góðu um framtíð hans. Þessir piltar væru áreiSan- lega velkomnir aftur. Það var gaman að smásögunni hennar Ragnheiðar Jónsdóttur. Pleiri stuttar siná- sögur í útvarpið, þýddar eða frumsamdar væru vel þegnar af hlustendum. 31. okt. Erindi Hannibals Yaldimarsson- ar um Booker Washington og uppeldismál Islendinga voru bæði ágæt og vel flutt af Jens Hólmgeirssyni. Summdagskvöldið 3. nóv. var sérstaklega ánægjulegt. Danshljómsveit Bj. Böðvarsson- ar lék gamalkunn lög og Alfreð söng. Svo hófst ljóðskáldakvöldið. Kvæðin voru prýSi- lega valin, einkum þó hjá Helga, Yillijálms voru dálítið misjafnari. Ég sagði einhvern- tíma í fyrra, að H. Hj. væri ekki góður kvæða upplesari. Þá las hann kvæði eítir E. Ben. — illa, að því er mér íannst. Ég tek þessa staðhæfingu mína hér með aftur. Upp- lestur Helga var að þessu sinni með ágæt- um. Honum eru kannske mislagðar hendur, ef svo má aS orði kveða í þessu sambandi. Vilhjálmur las ágætlega. Aldrei mun honum verða borið það á brýn, að hann sé ekki góður upplesari, 4. nóv. Mjög eru skoðanir manna skiptar um spjall Jóns Eyþórssonar. Iiann hefur átt miklum vinsældum aS fagna fyrir útvarps- erindi sín, ekki sízt þau, sem hann hefur flutt um daginn og veginn. Jón er gaman- samur, en nokkuð virSist þó vera farið að dofna yfir fyndni hans í seinni tíð. En Jón talar yfirleitt ekki í útvarp, nema hann hafi eitthvað að segja. Er þaS mjög virSingar- vert og ekki hægt aS segja þaS um ýmsa þeirra, sem oft tala í útvarp. Mér þykir allt af gaman að lilusta á Jón. Um bindindismál á að tala eins og FriSrik Brekkan gerir það. Köld rök, staðreyndir, tillögur. Menn eru yfirleitt orSnir þreyttir á öllu því tilfinningahjali, sem mörgum bind- indispostulum hættir við að grípa til í ræð- um sínum. Kvöldvalca/n 6. nóv. var hin skemmtileg- asta. Upplesturinn úr ,,Mannamun“ var hin- um eldi'i góð upprif jan og hinum yngri engu síður skemmtun, einnig var mjög gaman aS skanderingunni og yfirleitt öllum liðum vök- unnar. Þó mátti það út á skanderinguna setja, aS of mikið bar á, að allt væri fyrir- fram ákveðið. Illa leikiS. Hér að framan hefur veriS hlaupiS yfir margt, sem ég þó hef hlustað á, s. s. er- indi Sverris Kristjánssonar, sem er einhver allra bezti erindaflokkur, sem íluttur hefur veriS í útvarpinu. Fer þar saman tímabært og fróðlegt umræðuefni, ljós fi'ásagnarmáti og afbui'ðasnjallur og karlmannlegur flutn- ingur. J. Talsvert af ,,Röddum“ bíður næsta blaðs. 94 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.