Útvarpstíðindi - 09.06.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 09.06.1941, Blaðsíða 7
Starfsmannavakan tókst ágætlega. — Kvöldið í fyrra var reyndar jafnbetra. Leikurinn að þessu sinni og söngvarnir voru með sama frískleika blœnum. Svona eiga gamanleikir að vera. Og þótt leik- endurnir vœru flestir viðvaningar, fann maður ekkert til þess. Auðvitað voru þau Sigrún og þorsteinii bezt, sem vœnta mátti. J. Nemendur Haralds Björnssonar héldu myndarlega kvöldvöku í útvarpinu 24. maí s. 1. Var vandaður blœr í meðferð flestra upplesara, þótt nokkuð vœri mis- jafn, og er sennilegt að úr hópi þessa fólks megi góðs vœnta á íslenzku leik- sviði. pá vakti það athygli, að allt sem flutt var, mátti heita úrvalsefni, og er það þakkarvert. G. Sverrir Kristjánsson sagnfrœðingur er meðal myndarlegustu fyrirlesara, sem út- varpið hefur á að skipa. Hann er gagn- orður og hefur lag á að halda skýrum A. Frú júní: Unnur Bjarklind les smásögu 26. „porgrímur bóndi og stríðið". Asgeir Asgeirsson flytur erindi á Sænska kvöldinu 16. júní. þræði sögunnar, þótt hann bregði í einu erindi upp margvíslegum myndum úr ævi margra þjóða á mörgum öldum. Hann talar skýrt og gott mál, en tal hans mætti vera með nokkru léttari blæ. J. E. Gott erindi. -------Ég var rétt í þessu að hlusta a erindi hr. Guðmundar Davíðssonar, „Inn- an luktra dyra", og fjallaði það um þýð- ingu ánamaðks fyi'ir jurtagróðurinn. Er- indi þetta er að mínu viti eitt hið þarf- asta, sem flutt hefur verið í útvarpinu. Hólmavík, 8. apríl 1941. Guðbr. Magnússon. Sálarrannsóknirnar og útvarpið. Erindi þau er forseti Sálarrannsóknar- félags íslands, séra Jón Auðuns, flutti um sannanir sálarrannsóknanna, voru vel þegin af hlustendum og a háttvirt út- varpsráð þakkir skilið fyrir. Væri vel ef Sálarrannsóknarfélagi ís- iands væri gefinn kostur á fleiri fyrir- lestrartímum í útvarpinu, um þessi mál. Mun það sannast mála, að með fáum þjóð- um sé jafn almennur áhugi fyrir sálar- rannsóknum og hér á landi. Ó. V. 431

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.