Útvarpstíðindi - 07.07.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 07.07.1941, Blaðsíða 7
NOKKRIR ÐAGSKRÁRLIÐIR Frú Thcrcsía Guðmundsson flytur er- indið „Veðrið og við“ þ. 16. júlí. Fram- hald þessa erindis mun vœntanlega verða flutt undir liaustið. Frúin hefur Aður flutt eftirtektarvert erindi um sykurneyzlu manna. Einsöngur Gunnars Óskarssonar verð- ur fluttur af hljómplötum 21. júlí n. k. Gunnar er 13 ára að aldri og hefur vakið mikla athygli fyrir fagra og mikla barns- rödd sína. Hdnn er nú að komast í mút- ur, en vonir standa um hann sem mikinn söngvara. ögmundur biskup. Séra Eirikur Helga- son flytur erindi um annan hinn síðasta katólska biskup á íslandi, í tilefni af 400 ára dauða biskupsins. Má þarna vœnta fróðlegs erindis, því að sr. Eiríkur er kunnur gáfumaður. Ungt tónskáld, Skúli Halldórsson, leik- ur sónötu eftir sig í útvarpið sunnud. 13. júlí. SYSTRA-TRÍÓIÐ Nýjar raddir í útvarpinu. Sunndaginn 13. júlí fá lilustendur að heyra söng systranna Bjarnhciðar, Guð- rúnar og Margrétar Ingimundardœtra. Útvarpstíðindum er tjáð, að þarna séu eftirtektar verðir söngkraftar að koma fram í dagsljósið. þœr eru þegar nokkuð þekktar innan félaga hér i Reyltjavík, þar sem þœr liafa komið fram nokkrum sinn- um á skemmtunum, en í útvarp hafa þœr ekki sungið fyrr en nú. þær hafa aðallega æft sig saman tvo siðastl. vetur, fyrst undir leiðsögn Jakobs Tryggvason- ar, og nú síðai' undir stjórn Jólianns Tryggvasonar, söngstjóra, sem annazt undirleik. Söngur Akureyringa. Akureyringar hafa sett svip á sönglíf liöfuðstaðarins í vor og sumar. Karla- kórinn Geysir, undir stjórn Ingimundar Árnasonar, söng nokkrum sinnum í Rvík við ágætar viðtökur. þá söng kórinn einnig í útvarp og þótti takast mjög vel. þá hafa- tveir söngvarar frá Akureyri sungið í júnímánuði: Kristinn þorsteins- son og Hermann Stefánsson, báðir til sóma fyrir hinn mikla tónlistarbæ Akur- eyri. Meira um garðrækt. Nokkur érindi um garðrækt hafa verið flutt i útvarpinu í vor. En hlustendur vilja meira. í bréfi frá Hveragerði er skrifað: — Til þess að sú þátttaka, sem þegar er hafin i garðrækt, komi að sem beztum notum, verður almenningur að fá ítarlegar og góðar leiðbeiningar um ræktunina. Full þörf væri á því, að er- indaflutningur þcssi væri skipulagður Ijetur hér cftir en hingað til. Einhver bezta úrlausnin á því máli, álít ég að væri að fá einhverja stofnun, t. d. Garð- yrkjuslcólann eða eitthvert félag, til þess að hafa forystuna i þessum efnum. S. S. Hv. Kastalarúst frá Sidon. (Teikn. M. J.). ÚTVARPSTÍÐINDI 407

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.