Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Page 3
Halldór Kíljan Laxness
rifhöfundur
Síðan í fyrra átti ég í fórum mínum
fyrirheit um langt og gott viðtal við
Halldór Kiljan Laxness. Viðtalið, sem
birtist í 25. hefti 5. árg. var snubbótt-
ara en ég vildi, en það stafaði mest af
]>ví, að þá kom ég til fundar við hann,
er hann var að tygja sig lil ferðar úr
bænum. Nú er þráðurinn upp tekinn að
nýju.
Við veljum okkur minnsta herbergið
í íbúð Halldórs og setjumst í leðurstóla
í gömlum stíl, alsetta látúnsbólum um
bríkur og samskeyti. Og við einn vegg-
inn stendur forn klukka og nær frá gólfi
til lofts.
— Þarna sérðu klukku, sem hefur
slegið í minni ætt í 150 ár, segir Halldór
Kiljan Laxness, og um hana skrifaði ég
fyrstu blaðagreinina mína og það fyrsta,
sem kom eftir mig á prenti. Þá hef ég
líklega verið 12 ára. Þessi grein kom,
ef ég man rétt, í Morgunblaðinu. Og
vinur minn, Sigurður Guðmundsson,
skólameistari, hefur sagt, að með henni
hefði ég kynnt mig fyrir þjóðinni, ]>ví
þar sagði ég nafn mitt og ætt. Klukkan
var fyrst í eigu ísleifs Einarssonar í
Brekku á Álftanesi, en liann var langa-
langömmubróðir minn í móðurætt.
Hann var yfirdómari í Landsyfirréttin-
um, en klukkan er frá Edinborg.
Nú fór undirritaður, með varfærni,
að ympra á „línu“ viðtalsins, langaði til
að rekja rithöfundarferil H. Iv. L. og fá
Í'TVaRPSTÍÐINDI
höfundinn til að segja nokkur orð um
liverja bók, ef það væri ekki of nærgöng-
ult.
— Þú skalt bara hafa það eins og þú
vilt, segir Halldór, og er hinn elskuleg-
asti, eins og hann eigi sér enga ósk heit-
ari en þá, að komast, í Útvarpstíðindi.
— Þú ert húsbóndi minn í dag. Ég
segi alltaf allt, þegar ég er spurður, en
ég man kannski ekki alltaf allt, sem ég
á að segja.
Eg hafði verið svo forsjáll að hafa mcð
mér lista yfir rit H. K. L. og nefndi
þau jafnóðum, en rúmsins vegna sleppi
ég þeim „stikkorðum“ hér, og ennfrem-
ur sumum af mínum ísmeygilegustu
spurningum, og á því á hættu að viðtal
þetta verði ekki tekið upp í kennslubók
í blaðamennsku. Eg kippi líka út úr
ýmsu, sem bar á góma meðan ritferill-
inn var rakinn, og geymi mér það þang-
að til í lokin.
Þrátt fyrir allar þessar varúðarráð-
stafanir verður þetta mál svo fyrirferðar-
mikið að ég verð að neita mér um að
lcngja það með eigin hu’gleiðingum.
Þetta eintal, sem nú hefst, er því ekki
sannleikanum samkvæmt. H. K. L. er
ekki nema í meðallagi mælskur, og um
sjálfan sig talar hann ekki lengi ótil-
neyddur. En þetta eru hans orð:
— Fyrstu bók mína, Barn náttúrunn-
ar, skrifaði ég þegar ég var á 17. árinu.
Þá var ég í Menntaskólanum, og varð
123
1