Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Blaðsíða 8
Við héidum hátíð Þœttir frd lýðveldis- hdtíðinni Framh. XV. HIÐ PllÚÐA LIÐ Gestir allir, fulltrúar erlendra ríkja, sendiherrar og sérlegir sendimenn eru komnir á þingpall og með þeim margt innlendra manna. Þar er mættur Frans- maðurinn Henri Voillley, svarthærður og dökkbrýndur, skipaður af frönsku bráða birgðastjórninni í Alsír sem „déléqué extraordinairé“ við stofnun lýðveldisins á íslandi. Þar er Bandaríkjamaðurinn Louis G. Dreyfus, sem f.vrir viku steig í fyrsta sinn á íslenzka jörð, skipaður „ambassador ad hoc“, miðaldra maður, fastur á svip; — Bretinn E. H. G. Shep- herd „special ambassador", alvarlegur á brún; — Svíinn Otto Johansson „en- voye extraordinaire“, þéttur, Iágvaxinn- hárprúður maður. Þá er hinn hávaxni og beinvaxni August Esmarck „ambassa dor en mission speciale". Rússipn Alexei Ivrassilnikov, sendiherra Ráðstjórnar- ríkjanna er einnig mættur í klæðum góð- um með gullskraut á öxlum. Lipurmenn hlaupa nú til og svipta skýlum af sætum gestanna, en þeir setj- ast nú hver af öðrum og snúa baki í sunnangjóluna og regn'ið. Þrír hátíðar- riefndarmenn, Guðlaugur, Jóhanri og Alexander éru nú komnir á vettvang. Þeir renna. athugulum augum á börn vors lands, sem hér eru samansöfnuð, til þess að hlýða á prógrammið þeirra, sem framkvæmast skal í dag. Og það er farið að taka af þeim myndir. Með- fram götuslóðanum og við pallinn má 128 í snatri telja 27 myndavélar í höndum allskonar fólks. Þar eru gripir allt frá gömlum 10 króna kassavélum upp í 2 þúsund krónu filmvélar at' fullkomnústu ameríkugerð. Og við, sem stöndum ekki nógu hátt í mannvirðingum til þcss að komast á ljósmyndafilmur hjá mynda- tökufólkinu, reynum að Lroða okkur í fremstu röð, í þeirri von að verða þekkj- aideg í baksýn á einhverri myndinni. Og lag Ildga Ilelgasonar „Oxar við ána“, göngulagið, sem þjóðin hefur tek- ið ástfóstri við, er leikið án afláts, aftur og aftur, meðan hið prúða lið gengur eftir gjánni og nálgast þingstaðinn. Fyr- TJTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.