Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Side 10

Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Side 10
H. K. L. frh. af síðu 12-L aði Alþýðubókina sumarið 1928, í gcysi- legum sumarhita. Það var svo heitt, að ég varð að vaka á næturnar og sofa á daginn. Drakk venjulega morgunkaffið kl. 7 á kvöldin og borðaði miðsdegisverð kl. 4 að morgni í næturkrá skammt þar frá, sem ég bjó. Alþýðubókin kom út 1929. Um áramótin 1930 kom ég svo heim og safnaði sanian kvæðum, er ég hafði ort á undanförnum 'árum, svona á hlaup- um að gamni mínu og í tilraunaskyni. Gaf út Kvæðakverið það ár. Síðustu misserin, sem ég var í Ame- ríku hafði ég verið að hugsa um Sölku- Völku, og ]>ær bækur — Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni — komu út árin 1931 og ’32. — En iná nú ekki með miklum rétti segja, að með Sölku-Völku komir þú fyrst fram sem fullmótaður rithöfund- ur? spyr ég. — Það kann að vera. Það er ekki ósennilegt, — og þó hef ég breytzt mjög mikið síðan. bteði að liug.sun og rithætti. í þeirri bók langaði mig til að draga fram það, sem ég vissi yndislegast með alþýðunni. Á þessum árum var ég' mikið í Frakk- íandi, Þýzkalandi og á Ítalíu, en alltaf heirna með anrian fótinn. Haustið 1932 fór ég til Rússlands, og hafði aðsetur í Moskvu frameftir vetri. Þar varð til bókin í Austurvegi, sem kom út 1933. Árið cftir kom svo smásagnasafnið Fóta- tak manna. Það var samtíningur frá ýmsmm árum. Sama árið, 1934, kom einn ig út Straumrof, hið eina leikrit, sem eftir mig liggur. Eg skrifaði þáð í Kaup- mannahöfn. Það var einhver innri þján- ing, — ég gct ekki sagt annað — sem 13(1 fékk útn'ás í þeirri bók. Eg skrifaði hana alla með sótthitakendum flýti á sjö dög- um, qg hef eklci snert á henni síðan. Fyrsta uppkastið að Sjálfstæðu fólki gcrði ég sumarið 1932. Þá var ég í Ber- lín. í þrjú ár var ég að glíma við Bjart gamla, þrjú ár af ævi minni að glíma við Bjart, mestmegnis í Suðurlöndum. Ég var þá lengi í Ítalíu, og á Spáni skrifaði ég kaflann Vetrarmorgunn, sem var sá hluti verksins, scm tók mig mest- an tíma. Ég var uppundir þrjá mánuði að fást við hann og var aldrei ánægður, og er ekki enn. En hann hjálpaði mér mikið sá kapítuli. Hann kom mér á strik. Maður lærir oft mikið á því að vinna lengi að litlum lilut. Sjálfstætt fólk kom út 1934 og ’35. Árið 1936 ferðaðist ég mikið og þá var ég' óvenjulega lengi á sjó, t. d. hérumbil tvo mánuði óslitið. Það var á leiðinni til Suður-Ameríku, sem ég sctlist niður fyr- ir alvöru, til að skrifa Ljósvíkinginn. Það cr ein skekkja í fyrsta bindinu við- víkjandi sjöstjörnunni, sem gefur til kynna að höfundurinn var staddur á suðurhveli jarðar, er það var ritað. Áður en fyrsta bindið af Ljósvíkingn- um kom út, bjó ég til prentunar rit- gerðasafnið Dagleið á fjöllum og kom þáð út 1937 og Ljós heimsins um haust- ið. Þá var ég kominn út til Svíþjóðar. Þar dvaldi ég um hríð og byrjaði á Höll sumarlandsins í Uppsölum. Fór svo það an lil Rússlands og var þar allan vetur- inn. Lauk þar við Ilöllina, cn skrifaði jafnhliða Gerska ævintýrið. Vann mikið við þær bækur á ferðalági í járnbrautar- lestum. Þær komu báðar út 1938. Eftir nýjárið 1939 kom ég svo heim og hef vcrið heima síðan. Lauk við IIús skálds- ins síðsumars það ár, og kom hún út ]>á fyrir jófin. Fcgurð himinsins kom ÚTVAKPSTÍÐINUI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.