Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Qupperneq 11
svo 1940. Síðan fór tími minn um liríð
mjög í þýðingar. Snéri á íslenzku fimrn
bókum eftir Gunnar Gnnnarsson og
einni eftir Hemmingway. Bjó til prent-
uiiar smásagnasafnið Sjö töframenn
1942. Það voru sögur skrifaðar á ýms-
um tímum. Nú lief ég ekki skrifað smá-
sögu í mörg ár. Blöðin og tímaritin biðja
mig ákaft að skrifa fyrir sig greinar og
hugvekjur. 1942 safnaði ég saman
nokkru af þessu í bók og kallaði Vett-
vang dagsins. Þar var og' greinin um
Hallgrím Pétursson, sem ég hafði haft
í smíðum í mörg ár. Nú fór ég að snúa
mér að íslandsklukkunni, sem er fyrsta
bók af þriggja binda skáldverki, sem
ég hef hugsað mér að rita. Klukkan koni
svo út í fyrrahaust og annað bindi kem-
ur fyrir jólin.
— En víkjum nú aftur Lalinu að
Olafi Kárasyni, sem nú á að koma í lit-
varpið.
— Þá er bezt að gera tilraun til að
leiðrétta misskilning, segir H. K. L. Ég
hef stundum orðið var við það, að
menn hafa lialdið að Ljósvíkingurinn
ætti að vera saga um alþýðuskáldið á
íslandi, en það hefur mér aldrei dottið
í liug. Ég hafði lengi ætlað mér að skrifa
um séníið, og sagan um Ljósvíkinginn
á að dæmast eftir því hvort það liefur
tekizt vel eða illa.
— En er nú ekki efnið að miklu leyti
sótt í ævi ísl. alþýðuskálds?
— Jú. Ég studdist mikið við ævi-
minningár og þjóðlífslýsingu eftir vest-
firzkan alþýðumann. En Ólafur Kára-
son er náttúrlega allt ahnar maður, þótt
ýmsir ytri viðburðir séu tcknir úr lífi
Jjessa útkjálkaskálds. Aðeins einstaka
sinnum hef ég notað hans eigin orð og
stef frá honum. En ekki :er það mikið
og varla nokkur setning með öllu ó-
breytt. Einna næst honum er farið í
þessum Ijóðhendingum í Húsi skáldsins:
IIve sæll óg styn: ó, dýrðardásemd skæra,
ó, djúpa líf, ó, ríka guðdómshaf.
— Það hefur lengi vcrið sagt að póli-
tík og önnur dægurmái settu nokkurn
svip á bækur þínar. Hvort myndi slíkl
vera til bóta eða skaða frá listrænu sjón-
armiði?
— Þessu er erfitt að svara. Og það er
vafamál hvort það er liægt að stillii
þessu svona upp. Ekkert er sjálfsagðara
en að það, sem cr að gerast í kring um
mann hafi álirif á mann. Annars væri
það ekkert líf og allra sízt höfundarlíf.
Það getur enginn maður verið til, án
þess að verða fyrir áhrifum af stjórn-
máluin — lífið cr pólitík.
— Til livaða bókmenntastefnu væri
eðlilegast að telja Ljósvíkinginn?
— Það veit maður ekki — Þögn. —
Ég cr ekki svo vel að mér. — Bíðum
nú við. — Hugsar sig um. — Ég veit
það ekki. — Ég veit hvað hann er ekki.
Hann er ekki realistiskur, ekki natural-
istiskur, — liann er — hann er næstur
því að vera rómantiskt verk. Bók um
svona efni eins og þctta skáld, hlýtur
næstum því að verða í þá átt.
— En í hvaða flokk myndu þá bók-
menntafræðingar frekast skipa sjálfum
þér?
— Það hef ég ekki huginynd um.
Það er ómögulegt að vita. Svo er mað-
ur svo breytilcgur. Sum verkin tilheyra
einni bókmcnntastefnu, önnur öðrum.
T. d. er verk eins og Ljósvíkingurinn
huglæg skáldsaga (subektiv), en bók
eins og Islandsklukkan mjög fjarri því
að vera lruglæg, hún er mjög hlutlæg
(objektiv), eftir því sem nútíma skáld-
^ögur geta verið.
Framhald á síðu 134.
191
UTVAHPSTIMNDI