Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 3
Ú tvarpstíðin di 99 ÚTVARPSTIÐINDI koma út hálfsmánaSarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. AfgreiBslu og innheimtu annast: BókabúSin Lauganes, simi 7038, pósthólf 464. Heimasími afgreiðslu 5046. Ritstjórar og ábyrgðarm.: Eiríkur Baldvinsson, Barónsstíg 25, sími 5089; Jón Magnússon, Langholtsvegi 135, sími 2296; Stefán Jónsson, Skipasundi 67, sími 80915. Útgeíandi Útvarpstíðindi h.f. PHENTSMIBJAN EDDA H. T V................■_____________________J Þessi mánuður skal vera upphafsmán- uður hjá yður, hann skal vera fyrsti mán- uður árs hjá yður (Móse II, 12:2). Þér skuluð halda helga hátlð hinna ó- sýrðu brauða, því að einmitt á þessum degi leiddi ég hersveitir yðar út af Egyptalandi; fyrir því skuluð þér halda heilagt þennan dag, kynslóð eftir kynslóð, eftir ævarandi lögmáli (Móse 11,12:17). Þannig urðu páskarnir til meðal ísraels- manna, en í Palestlnu urðu páskamir smám saman. að uppskeruhátlð og eftir aldir urðu þeir að upprísuhátíð meðal kristinna manna. Þannig hefur mikil breyting á orðið um hátlðaháldið og merk- ingu þess. Sama er og að segja um dagsetn- ingu páskanna, í upphafi bundnir við á- kveðinn mánaðardag l nísan-mánuði, en eftir kirkjuþingið í Nicœa 325 e. Kr. var páskadagurinn ákveðinn fyrsta sunnudag- inn eftir hina fyrstu tunglfyllingu að vor- jafndœgri liðnu — og svo er enn. Páskadagurinn getur þvi fyrst verið 22. marz (og það var hann siðast árið 1818 og verður nœst 2285) og siðast getur hann og verið 25. apríl (og það var hann síðast 1943 og verður nœst árið 2038). í sambandi við páskahátíðina hafa síðan■ ýmsir siðir og venjur myndazt meðal hinna ýmsu þjóða og sumt af því frá heiðnum sið. En hvað sem um það er, þá er þetta ein af þrem stœrstu hátíðum hinnar kristnu kirkju og gera þjóðirnar sér því dagamun við þetta tœkifœri. Útvarpið okkar reynir einnig að fylgja þeim sið og setja sérstakan páskablœ á dagskrána, má þar fyrst og fremst til nefna fleiri útvarps- messur og meira af hinni svonefndu and- legu tónlist. Einnig kemur útvarpskórinn með ný lög og er annars staðar minnst á það hér í blaðinu, þá verður og einsöngur, upplestur og leikrit til hátíðabrigðis og sérstaklega valið í filefni páskanna. Búist er við, að margir hlusti á útvarp venju fremur yfir hátíðina, en þó hefur unga fólkið i bœjum landsins tekið upp þann sið í vaxandi mœli að flýja til fjalla og jafnvel upp á jökla, forða sér frá skark- ala heimsins, útvarpi og öllum andlegheit- um, en njóta hinna mörgu frídaga í tœru fjallalofti við iðkun íþrótta, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Það eru margir samt, sem ekki hafa aðstœður til að hverfa þannig frá starfi sinu eða heim- ili, og þeim má ekki gleyma.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.