Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 04.04.1949, Blaðsíða 10
106 Útvarpstíðindi L ráin Fastir dagskrárliðir eru: Kl. 1.00 Veðurfregnir — 4.30 Veðurfregnir — 8.30 Morgunútvarp — 10.10 Veðurfregnir — 12.10—13.15 Hádegisútvarp (fréttir kl. 12.25) — 15.30—16.30 Miðdegisútvarp (fréttir kl. 15.55) — 19.25 Veðurfregnir — 19.30 Þingfréttir — 19.45 Auglýsingar — 20.00 Fréttir. Vikan 10.—16. apríl (Drög). Sunnudagur 10. apríl (Pálmasunnudagur): 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Auð- uns). 13.15 Erindi: Uppeldi og afbrot; VI.: Raun- hæf úrræði (dr. Matthías Jónasson). 15.15 Miðdegistónleikar (plötur): a) Kvart- ett í e-moll op. 59 nr. 2 eftir Beethoven. b) „Flos Campi“, kórverk eftir Vaughan Willi- ams (nýjar plötur). 16.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Fréttir og erindi. 16.50 Spilaþáttur (Ámi M. Jónsson). 18.30 Barnatími (Sveinbjörn Jónsson). 19.30 Tónleikar: Fantasía í c-moll og önnur píanólög eftir Mozart (plötur). 20.20 Einleikur á flautu (Árni Bjömsson). 20.35 Erindi. 21.00 Útvarpskórinn syngur (Róbert Abra- ham stjórnar). 21.20 Heyrt og séð (Eggert Stefánsson söngv- ari). 21.45 Tónleikar: „Suite provencale" eftir Darius Milhaud (nýjar plötur; svítan verður endurtekin n. k. þriðjudag). 22.05 Danslög (plötur). Mánudagur 11. apríl: 20.30 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir íslenzk tónskáld. 20.45 Um daginn og veginn. 21.05 Einsöngur (Einar Sturluson): a) „Bí, bí og blaka“ eftir Markús Kristjánsson, b) „Ef sofnað eg get ekki“ eftir Ólaf Þorgrímsson. c) „Þú, bláfjalla geimur" eftir Ólaf Þorgrímsson, d) „Una furtiva lacrima“ eftir Donizetti. 21.20 Erindi. Frú Þuríður Pálsdóttir syngur þessi lög í út- varpið á sklrdag: Bist du bei mir, eftir Bach. Aria nr. 8 úr „Sköpuninni", eftir Haydn. Girls of Cadiz, eftir Léo Delibes. Vöggukvæði, eftir Emil Thoroddsen. Sáuð þið hana systur mína, eftir Pál ís- ólfsson. Frú Þuríður er hlustendum lítt kunn ennþá, en vonandi eiga þeir oft eftir að njóta söngs hennar í framtíðinni. Núver- andi leiðbeinandi hennar í söng, Robert Abraham, gerir sér miklar vonir um söng hennar og dáir hæfileika hennar i þá átt. Hann kveður hina ungu söngkonu vera sérlega músikalska (enda á hún ekki langt að sækja þá gáfu, þar sem hún er dóttir dr. Páls ísólfssonar) og röddin sé óvenju- lega þýð og blæfalleg á hvaða sviði sem er, og sjaldgæft að heyra jafn þýða rödd á háu tónunum. Frúin hefur verið í útvarpskórnum frá stofnun hans og m. a. sungið sóló í kvart- ett eftir Mendelssohn og á fyrstu opin- beru hljómleikunum, sem kórinn hélt í Reykjavík, söng hún sóló í Missa brevis eftir Haydn. Séra Jón Auðuns messar á Pálmasunnu- dag. Sálmanúmer: Fyrir preúikun 143, — 202 og 590. Eftir predikun 111, — þriðja vers og 648. Guðspjall dagsins er: Innreið Jesú í Jerúsalem. — Þetta er fermingar- guðsþjónusta.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.