Bankablaðið - 01.12.1984, Side 7
7
Beinlínuvinnsla i Iðnaðarbankanum
í allri þeirri umræðu um beinlínuvinnslu
sem átt hefur sér stað að undanförnu, hef-
ur það eins og gleymst, að tveir bankanna,
Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn,
hafa verið með þennan afgreiðslumáta í
nokkur ár.
Sá munur er þó á hjá þessum bönkum,
að Iðnaðarbankinn er með tæki frá IBM
og er tengdur RB, en Verzlunarbankinn
keyrir á sína eigin tölvu af tegundinni
VAX 750 frá DIGITAL. Þar sem af-
greiðslukerfi Iðnaðarbankans er í mörgu
svipað því sem upp verður tekið hjá öðr-
um bönkum, þá fór BANKABLAÐIÐ
þangað í fréttaleit.
Ný tækni tekin upp 1979
Hjá Braga Hannessyni, bankastjóra, feng-
um við að vita, að árið 1979 hafi ný gjald-
keratæki verið tekin í notkun. Allar færsl-
ur voru jafnóðum skráðar á diskettur og
voru þær síðan sendar til keyrslu hjá RB að
kvöldi. í mars 1981 tengdust aðalbankinn
og útibúin í Reykjavík og í Hafnarfirði
beint við RB og á síðasta ári bættust við
údbúin á Selfossi og á Akureyri.
Iðnaðarbankinn hefur að undanförnu
unnið að breydngum á húsnæði bankans
með það í huga að það hend betur nýrri
tækni. Nú þegar hefur afgreiðslu bankans
á Akureyri verið breytt og hefur við þá
breydngu fengist miklu betri nýdng á hús-
næðinu. Fyrir dyrum standa svipaðar
breydngar á húsnæði aðalbankans og ann-
arra útibúa.
Viðtal við gjaldkera
Næst tókum við tali Halldór Ingólf Páls-
son, gjaldkera í aðalbanka. Hann hefur
starfað í Iðnaðarbankanum um fjögurra
ára skeið, fyrst nokkra mánuði í víxladeild,
en síðan sem gjaldkeri.
Hvemig er unnið á beinni línu?
Til þess að bankamenn ged borið saman
þetta afgreiðsluform við það sem þeir
Halldór I. Pálsson við störf í gjaldkerastúkunni. Skjáinn má stilla eftir þörfum og innsláttarborð-
ið má færa til sömuleiðis.
almennt þekkja, þá báðum við Halldór að
lýsa því í stuttu máli. Hann kvað það gefa
góða mynd af kerfinu að lýsa afgreiðslu á
úttekt úr sparisjóðsbók.
„Viðskiptavinurinn kemur beint dl
gjaldkera með bókina og útfyllt úttektar-
eyðublað. A bókunum er segulstrípa og
byrjar gjaldkerinn á því að renna bókinni í
gegn um strípulesara. Við það koma upp á
skjá gjaldkerans allar nauðsynlegar upp-
lýsingar um bókina. Gjaldkerinn slær nú
inn upphæð úttektarinnar og velur að-
gerð. Þá kemur fram á skjánum val um
framhald. Gjaldkerinn ákveður þá, hvort
hann lýkur færslunni eða hætdr við hana.
Haldi hann áfram, þá fær hann fyrirmæli
um að setja bókina í prentarann. Efdr það
er bókinni aftur rennt í gegn um strípules-
arann og færast þá hinar nýju upplýsingar
inná segulstrípuna. Að þessu loknu er
fylgiskjalið sett í prentarann og prentast
þá nauðsynlegar upplýsingar á það. Allar
ánbókarfærslur færast sjálfkrafa í bókina í
hvert sinn sem komið er með hana dl
færslu hjá gjaldkera.
Þessu dl viðbótar lýsd Halldór fyrir tíð-
indamanni Bankablaðsins, hvernig aðrar
afgreiðslur eru framkvæmdar og öllum
þeim möguleikum sem kerfið býr yfir.
Ekki verður farið nánar út í það að sinni og
gefst vonandi tækifæri dl þess síðar.“
Næst lögðum við þá spurningu fyrir
Halldór, hvernig gjaldkerum hefði gengið
að aðlagast þessari tækni. Hann taldi, að í
flestum dlfellum gengi það vel, en taldi
það hafa verið auðveldara fyrir þá sem
komu úr öðrum störfum í bankanum.
Nýtt fólk stæði greinilega verr að vígi,
enda þyrftu þessir gjaldkerar að búa yfir
góðri þekkingu á starfsemi bankans.
Aukið álag á gjaldkera
Það var álit Halldórs, að við uppsetningu
beinlínukerfis þurfi að hafa í huga, að
gjaldkerum verði að fjölga verulega. Sé
það ekki gert, þá skapar það óhjákvæmi-
lega mjög mikið álag á starfsfólkið. Einnig
þurfi að undirbúa gjaldkerana vel með
það, hvernig skuli bregðast við, þegar