Bankablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 18
18
Finnlandsför
rétt á hálts mánaðar leyfi frá störfum til að
sækja námskeið, ráðstefnur o. þ. h. og
þurfi meiri u'ma tekur stéttarfélagið, NBF,
við að greiða launin. Hins vegar þekktist
slíkt Varla í Danmörku og getur meira að
segja verið erfitt fyrir Danina að fá að
sinna nokkrum félagsstörfum í vinnutíma.
í öllum tilfellum er trúnaðarmannsstarfið
frábrugðið því sem hér þekkist, enda er
það hér í mótun enn þótt okkar net sé
líklega eitt hið öflugasta í okkar landi.
Trúnaðarmenn erlendis eru mikilvægari
tenglar milli yfirmanna (starfsmanna-
stjórnar t. d.) og starfsmanna en hér. Til
dæmis eru trúnaðarmenn víða viðstaddir
ráðningar og fastráðningar og ævinlega
kallaðir til ef eitthvað kemur upp á.
Eftir „kvöldmat" kl. 17 var pallborðs-
umræða eins og seinni kvöldin, og stóð til
kl. 20. Þannig var vinnudagurinn alla dag-
ana frá 10 til 12 tímar.
Öryggismál — Vinnuumhverfi —
Menntun — Tækniþróun
A þriðjudagsmorgun var skipt upp í nýja
vinnuhópa: 2 hópar ræddu Vinnuum-
hverfi og öryggismál, 2 Bankamenntun og
félagslega menntun, og 2 hópar Tækni-
þróun í bönkum.
Þegar Skandínavar ræða um öryggismál
er efst á baugi hjá þeim hvernig á að
bregðast við bankaránum, gislatöku,
sprengjuhótunum og þvílíku. Afleiðingar
svona uppákomu eins og ráns er hlutur
sem við höfðum hreint ekki leitt hugann
að. í Danmörku til dæmis, þar sem rán eru
hátt á annað hundrað á ári, er nú starfs-
manni, sem hefur lent í slíku, leyft að vera
heima eða ganga til læknis að eigin ósk eins
lengi og hann sjálfur telur þörf á. Þetta
kemur til af því að áfallið, sem kemur fram
eftir á getur annars riðið starfsmanninum
að fullu. Annað sem maður hefur ekki
hugsað út í: Starfsmaður, sem hefur lent í
ráni, er oft grunaður um aðild að ráninu.
Þegar það kemur upp á og njósnir um
hann bætast kannske ofan á sjokkið getur
þar verið mikill sálarháski á ferðum.
Aðrar hættur en ránshættan eru vissu-
lega fyrir hendi í bönkum. Mörg tæki geta
klemmt, skorið eða höggvið og stöðugt
bætast ný við. Til dæmis er í tölvuskjáum
notuð há spenna h'kt og í heimilissjónvörp-
um. Svona hættur verður best forðast með
því að fara ekki út fyrir verksvið sitt með
því t. d. að reyna að gera við sjálfur.
Sjálfs sín vegna ætti hver starfsmaður að
vera vakandi fyrir þeim þáttum í umhverf-
inu sem geta haft neikvæð áhrif á starfið
eða heilsuna: húsgögnum, verkfærum,
birtu, lofti.
Tveir hópanna ræddu um menntunar-
mál bankamanna. Alls staðar er nýráðn-
um bankamönnum gert skylt að ganga á
námskeið í eigin menntastofnunum bank-
anna. I Noregi er eins og annars staðar
mjög gott úrval námskeiða fyrir banka-
menn á öllum stigum og störfum. Norð-
menn nota mikið bréfaskólakerfi, sem
mundi vafalaust henta mjög vel hérna.
Akveðnar reglur gilda um heimalestur
þeirra sem stunda námskeiðin: mæður fá
10 tíma á launum á viku, aðrir 5. Auk þess
má lesa í vinnutíma að vissu marki.
Opnunartímar?
Fimmtudaginn 6. september var haldið
áfram umræðum þar sem frá var horfið
morguninn áður. Nú var einnig komin í
gang vinna við bréf sem varðar opnunar-
tíma banka og hefur nú verið sent yfir-
stjórn NBU og öllum forsetum stéttar-
félaganna.
Bréfi þessu, sem birtist í Sambands-
tíðindum, fylgdi djúp alvara. A Norð-
urlöndunum öllum hefur lengi verið
mikill þrýstingur um Iengri opnunartíma
(sem er núna mjög svipaður alls staðar). í
Noregi er nú údit fyrir að varnir séu að
bresta, laugardagsopnun er að verða að
veruleika. Því varð þetta bréf til, hug-
myndin kom frá Norðmönnunum og fékk
góðar undirtektir meðal þátttakenda: Við
viljum sameiginlega stefnumótun í opn-
unarmálum fyrir Norðurlöndin undir
forystu NBU.
Eftir hádegi þennan dag fórum við með
rútu inn í Helsinki. Heimsóttum við þing-
hús Finna, Riksdagshuset, sem er mjög
virðulegt og glæsilegt hús. Til dæmis um
vinnuaðstöðu þingmannanna, sem eru
nærri 200, má nefna að hver einasti þeirra
hefur lítið herbergi með öllum þægindum
til umráða. Herbergi þessi eða cellur eru í
nýrri járnbyggingu sem minnir að vísu
mest á risastóran frystiskáp, en hvílíkur
munur frá kotbúskap Alþingis.
Nú var verslað í borginni í 2 tíma. Það
var stundin sem gafst til slíks meðan á
dvölinni stóð. Síðan var stigið á bátsfjöl og
siglt út í eyju eina í innsiglingjunni til
Helsinki.
Til dæmis um vinnuhörkuna á nám-
skeiðinu er gaman að minnast þess að á
þessari stuttu siglingu var skotið á enn
einum vinnufundinum; í þetta sinn um
bréfið góða til NBU.
Hin fyrirheitna eyja heitir Sveaborg, og
eins og nafnið bendir til var hún notuð til
varna fyrrmeir, virkisveggirnir eru meira
en Qögurra alda gamlir. I virkinu er veit-
ingastaður sem við mötuðumst í við þjóð-
legan undirleik tónlistarmanna og áttum
mjög ánægjulega stund.
Við heimkomuna til TOC var kvállsmat
í Blá salongen. Vegna þess að nafnið var
stundum misskilið í dagskrá skal tekið
fram að ekkert var blátt við sal þennan,
hvorki innan né utan, hvað þá annað.
Hann var mest rauður og grár (natur) eins
og raunar skólinn allur.
Föstudagsmorgunn. Stuttur
fundur. Pjönkurnar tíndar sam-
an. Kveðjustund. Söknuður.
Anægja. Þreyta.
Við þrjú, undirrituð, sem sóttum þetta
námskeið frá SÍB, höfum hér tekið saman
það helsta sem á daga okkar dreif í ferð-
inni. Við rekjum hér dag fyrir dag eins og
hann gekk fyrir sig af talsverðri u'malegri
nákvæmni til að gefa þeim, sem eiga eftir
að fara, hugmynd um hvernig svona nám-
skeið gengur fyrir sig. Við höfum dregið
hér saman þau atriði úr hópvinnu og fyrir-
lestrum, sem athygli okkar vöktu og eiga
við okkur erindi. Flest eru þetta athuganir
vinnuhóps eða alls hópsins, en sumt fróð-
leiksmolar úr samtölum við útlenda kol-
lega okkar. Við óskum þess að þessi nám-
skeið eigi eftir að halda velli í þessu formi
og skorum á alla trúnaðarmenn í SÍB að
sækja um þátttöku á næsta ári.
Að lokum þökkum við SIB fyrir og sér-
staklega Helga, Guðrúnu Ástdísi og Bene-
dikt fyrir ánægjulega samvinnu.
Auðbjörg Helgadóttir
Landsbanka íslands,
Bima Bjamadóttir
Sparisjóði Hafnarfjarðar,
Kristján Geir Amþórsson
Reiknistofu bankanna.