Bankablaðið - 01.12.1984, Side 9
9
EinvarÖur Hallvarðsson.
Ágrip 40 dra
starfssögu SÍB
A síðasta ári kom út bók um 40 ára sögu
SIB. Einvarður Hallvarðsson, hinn gamal-
kunni bankamaður og félagsmaður SÍB
frá upphafi, tók saman efnið og ritstýrði
útgáfunni. I formála bókarinnar sem
Hannes Pálsson ritar kemur fram, að um
val á ritstjóra hefði vel til tekist, því Ein-
varður átti mikinn þátt í stofnun og starf-
semi SIB frá upphafi.
Það fer ekki á milli mála, að saga banka-
stéttarinnar er mjög merkileg og þræðir
hennar liggja mjög víða í hinu íslenska
þjóðfélagi. Það ber því að fagna því, að
þessi saga hefur nú verið skráð. í hófi sem
haldið var, þegar bókin kom út, þakkaði
Sveinn Sveinsson, formaður SÍB, öllum
þeim sem þátt áttu í tilurð bókarinnar. Það
er nokkuð langur tími liðinn síðan stjórn
SIB undir stjórn Hannesar Pálssonar tók
þá ákvörðun að láta skrá 40 ára sögu sam-
bandsins, en það mun ekki skipta neinu
máli, þegar fram í sækir, heldur hitt, að
sagan hefur nú verið skráð á hinn ágætasta
hátt.
Bókin var gefin út í 1500 eintökum og
var þeim dreift á milli starfsmannafélag-
anna, SIB og bankanna. Kostnaðinn við
útgáfuna var borinn uppi af nokkrum
bankanna og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir.
Bankablaðið birtir hér á eftir inngang
bókarinnar, sem ritaður var af Einvarði
Hallvarðssyni:
A þeim níu áratugum sem liðnir eru frá
því að lögin um fyrsta íslenska bankann
voru sett, hefur orðið gerbreytíng á
íslenskum þjóðfélagsháttum, og má óhætt
fullyrða, að bankastarfsemin hafi átt ríkan
þátt í þeim alhliða framförum, sem orðið
hafa hér á landi síðan.
Islendingar voru þá og lengi síðan fyrst
og fremst bændaþjóðfélag, sem bjó við
erfiða lífsbaráttu, með frumstæðum
atvinnuháttum undir erlendri yfirstjórn.
Þeir menn, sem lögðu grundvöllinn að
stofnun bankans, voru bændur og
embættismenn, sem höfðu hlotið þjálfun
og þroska í skóla reynslunnar í baráttu við
erfið lífskjör, óstjórn, verslunaráþján,
hallæri og skort á öllum sviðum. Þjóðina
skorti húsnæði, heilbrigðisþjónustu, sam-
göngutæki, skip og hverskonar tæki til
öflunar verðmæta, skóla og allskonar
fræðslu, að ekki sé minnst á sérfræðilega
ráðunauta, sem nú þykja nauðsynlegir.
Þetta framtak þeirra ber vott um gerhygli,
framsýni og glöggan skilning á þörfum
þjóðarinnar. Það er einkum tvennt, sem
vekur sérstaka athygli í þessu sambandi.
Annars vegar sá manndómur, sem þurfti
til að ráðast í þetta, eins og ástatt var þá,
þegar harðæri svarf svo fast að þjóðinni,
að landflótti hófst í stórum stíl og hins
vegar glöggskyggni forgöngumannanna,
að nota fyrsta tækifærið, sem gafst með
stjórnarskránni frá 1874, sem veitti þjóð-
inni takmarkað sjálfræði, þannig að hún
taldist, að vissu marki, Qár síns ráðandi.
Sannaðist það enn hér, sem saga allra
þjóða staðfestir, að engar framfarir verða
án frelsis til sjálfsstjórnar.
Hér á eftir verður reynt að gera nokkra
grein fyrir upphafi og þróun bankastarf-
seminnar hér á Iandi og mikilvægi hennar
fyrir þjóðina, helstu þáttum í sögu sam-
taka bankamannastéttarinnar og þá einn-
ig mikilvægi þeirra bæði fyrir starfsmenn
bankanna, bankana sjálfa og íslensku
þjóðina, en þetta er allt nátengt hvað öðru.
Adolf Björnsson.
FRÉTTIR
ÚR ÚTVEGSBANKANUM
Adolf okkar Björnsson hefur sent okkur fregn-
ir af nokkrum merkisafmælum úr Útvegs-
bankanum. Sérstaklega finnst okkur athyglis-
verður listinn yfir starfsafmæli á árinu 1984.
Þar ber hæst, að Júlíus B. Jónsson hefur átt
45 ára starfsafmæli á árinu. Hér á eftir fara
nöfn þeirra sem áttu merkileg starfsafmæli
1984:
15 ára:
Eva Sigurðardóttir
Gunnar Páll Ivarsson
Halla Steingrímsdóttir
Henrik Th. Gunnlaugsson
Rósa Hanna Gústafsdóttir
20 ára:
Anna Samúelsdóttir
Ásgrímur Hilmisson
Guðmundur Eiríksson
Hildur Högnadóttir
Inga Pála Björnsdóttir
Jóhannes Jónsson
Olga Hallgrímsdóttir
Olöf Þórey Haraldsdóttir
Súsanna Sigurðardóttir
Örn Hólmjárn
25 ára:
Aðalsteinn Sigurjónsson
Ásta Björnsdóttir
Elín Haraldsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir
Loftur Guðbjartsson
Þóra Ólafsdóttir
30 ára:
Axel Kristjánsson
Gunnar Kr. Gunnarsson
Hilmar Örn Gunnarsson
Hjálmar Eiðsson
35 ára:
Anna Örnólfsdóttir
Björk Valgeirsdóttir
Isak Örn Hringsson
Jón Isleifsson
45 ára:
Júlíus B. Jónsson