Bankablaðið - 01.12.1984, Síða 32
32
Tengiliður starfsmanna
og yfírmanns
A ekki fjölmennari vinnustað en hér,
verða samskiptin persónulegri en á stærri
vinnustöðum, og kannski auðveldara að
leysa vandamál sem upp koma. Trúnaðar-
maður á að vera tengiliður milíi starfs-
manna og yfirmanna, og það hefur ekki
komið til neinna árekstra hér, enda ríkir
hér góð samvinna.
ítarlegri fréttir
Eg er ánægður með þá upplýsingamiðlun
er við fáum frá sambandinu, en við erum
mörgum árum á eftir starfsbræðrum okk-
ar á Norðurlöndum hvað tæknivæðingu
varðar, og væri fengur í að fá ítarlegri
fréttir af reynslu þeirra af beinlínuvæð-
ingu, launamálum og fleiru. Hvað kjara-
samninga varðar mætti leggja áherslu á
örari hækkanir í launaflokkum, hærra
starfsaldursálag, og jafnvel greiðslur til
fatakaupa.
Bankamannaskólinn
og tæknivæðing
Trúnaðarmannanámskeið SIB eru bæði
fróðleg og gagnleg, þar kynnist maður vel
starfsemi SÍB, og ekki síst kynnast trúnað-
armenn frá hinum ýmsu bönkum við-
horfum hvers annars. Varðandi Banka-
mannaskólann, þá nýtist hann okkur afar
illa á landsbyggðinni. Vil ég því nota tæki-
færið og koma því á framfæri við stjórn-
endur skólans að koma á fót námskeiðum,
t. d. í hverjum landsfjórðungi. Það hefur
engin fræðsla farið fram vegna komandi
beinlínuvæðingar, sem heitið getur.
Tækninni fleygir ört fram, og til að hún éti
okkur hreinlega ekki, þurfa starfsmenn
umfram allt kennslu og þjálfun.
Afturför og kóróna
Hvað opnunartímann snertir og hugsan-
lega lengingu á vinnuskyldu starfsmanna,
fyndist mér það mikil afturför og kóróna á
þá afturhaldssömu launastefnu sem rekin
er. Mikið nær væri að stytta vinnutímann,
að minnsta kosti færa hann fram, að sumr-
inu til.
Ólafur vildi lítið segja um sjálfan sig, en
með því að beita hinum ævafornu kvenna-
klækjum hafðist upp úr krafsinu að hann
hefur afar gaman af að fara í leikhús og
stundar stangaveiði á sumrin. Hann sagð-
ist le$a dálítið, eða réttara sagt vera alæta á
því sviðinu. En hinsvegar væri ekki nægur
tími til að sinna áhugamálunum, því laun-
in rétt næðu því að vera fyrir saltinu í
grautinn. Og þá vitum við það ...
í Búnaðarbankanum var Steingrímur
Bernhardsson útibússtjóri, en í dag er
tekinn við embættinu Gunnar Hjartar-
son. Þar tók á móti tíðindamanni blaðs-
ins hress og broshýr trúnaðarmaður
starfsmanna og gjaldkeri í bankanum,
Snjólaug Sigurðardóttir.
Á meðan við brunuðum á milli hæða
og skoðuðum hvem krók og kima bank-
ans, sem var virkilega ánægjulegt, því
stofnunin er skemmtilega hönnuð og sér-
staklega eftirtektarvert hve aðstaða
starfsfólks er góð, þá notaði undirrituð
tækifærið til að komast að því, hver
konan væri á bak við bankagrímuna.
Snjólaug Sigurðardóttir.
í kapphlaupi við tímann
Snjólaug er fædd og uppalin í sveit við gott
atlæti, en mikla og ánægjulega vinnu. Þar
kom skýringin á því hve athafnasöm hún
er, því hún er ekki ánægð nema hafa ávallt
nóg fyrir stafni. Og hún má hafa sig alla
við í kapphlaupinu við tímann, því með
starfi sínu í bankanum saumar hún og
hannar flest öll föt á fjölskyldu sína, og
stundar údlíf í sveitasælunni. Hún sagðist
ekki hafa verið áfjáð í að taka að sér trún-
aðarmannsstarfið, en reynir að sinna
starfinu efdr bestu getu. Og það efumst
við ekki um, sem þekkjum Snjóku, og þar
með gefum við línuna dl hennar.
Trúnaðarmannsstarfíð og
starfsmannafundir
Utíbúið var stofnað 1930, og í dag vinna
þar 21 starfsmaður.
Eg hef starfað sem trúnaðarmaður í 11h
ár og verið svo lánsöm að hafa ekki átt við
erfið vandamál að glíma í starfinu. Reynd-
Bankamenn á Akureyri
ar mætti gera bragarbót á ýmsu, t. d. að
yfirmenn héldu fundi ásamt trúnaðar-
manni, með starfsfólki öðru hverju. Eg er
ánægð með að vera í þessu starfi, en vildi
hafa meiri tíma til að sinna því. Það er
mjög góð reynsla að starfa sem trúnaðar-
maður. Eg hef gert tilraun til að halda
starfsmannafundi, en þeir voru ekki vel
sóttir. Samband yfirmanna og starfsfólks
er bara nokkuð gott, en það er nú alltaf
eitthvað sem er ekki í lagi, en við reynum
að lagfæra það í sameiningu.
Nauðsynlegt að fylgjast vel með
Fréttir frá SIB eru góðar að mínum dómi.
Sambandstíðindi koma reglulega, og
ágæta yfirsýn fáum við með því að lesa
Bankablaðið, en annað er svo hve fólk er
duglegt að lesa það sem berst. Nauðsyn-
legt er að við fylgjumst vel með því sem er
að gerast hjá norrænu samböndunum, því
ég tel að við getum lært mikið af þeim, ekki
síst það sem reynst hefur illa þegar í fram-
kvæmd er komið.
Beinlínuvinnsla bankanna, „ON
LINE“, hefur litla umfjöllun fengið, fólk
hefur ekki nægan áhuga á þessum málum,
það telur langt í land að beinlínuvinnsla
komist á, og ekki þurfi að huga að því í
náinni framtíð. En vonandi verður starfið
áhugaverðara. Eg hlakka til að takast á við
það.
Námskeiðahald SIB og bankanna
Auka mætti fræðslustarf SÍB. Þá t. d. í
sambandi við námskeið úd á landi. Og þá
ædast ég til að nýjungar séu kynntar áður
en þær eru teknar í gagnið. Trúnaðar-
mannanámskeiðin tvö sem ég hef sótt hafa
komið sér vel og frekari námskeið væru vel
þegin dl að viðhalda þekkingu á starfinu.
Námskeið á vegum bankanna þyrftu að
vera betri, t. d. er ekki staðið nógu vel að
undirbúningi fyrir starfsmenn, þegar nýj-
ungar eru á döfinni hjá bönkunum.
Breyta þyrfti opnunartíma á sumrin
Vinnutíminn er góður eins og hann er í
dag, en ég óttast að margir myndu hætta ef
vinnuskylda eykst. Annað er að mikil
ánægja yrði ef opnunartíma yrði breytt
yfir sumartímann, þá frá kl. 8:00—15:00.
Vinnuaðstaðan er nokkuð góð hérna
hjá okkur, en loftræstíngin mættí vera
betri. Við höfum mjög góða aðstöðu fyrir
starfsfólk, bæði sal fyrir samkomur og
kaffistofu. Svo er íbúð fyrir bankastarfs-
fólk í bankanum sem er mikið notuð af
ferðalöngum allsstaðar af landinu.