Bankablaðið - 01.12.1984, Qupperneq 35

Bankablaðið - 01.12.1984, Qupperneq 35
Bankamenn á Akureyri 35 Við opnun útibús Alþýðubankans: Brynja Friðfinnsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Gunnlaug Árna- dóttir og Ingunn Árnadóttir í glæsilegum einkennisbúningi starfsmanna. Jákvæðar viðtökur Okkur var tekið mjög vel og við höfum fengið mjög jákvæðar viðtökur frá Akur- eyringum. Utibúið er í leiguhúsnæði sem stendur, en við flytjum í sumar í eigið hús- næði að Skipagötu 14, þar sem Alþýðu- bankinn hefur verið að byggja hús með verkalýðsfélögunum á Akureyri. Brynja Friðfinnsdóttir. og útibússtjóra, svo ég hef þá trú að við komum til með að leysa málin í bróðerni." Og við hjá Bankablaðinu óskum starts- mönnum útibúsins gæfu og gengis í fram- tíðinni. Alþýðubankinn opnaði útibú á Akureyri 24. febrúar 1984, og er það fyrsta útibú bankans úti á landi. Utibússtjóri er Kristín Jónsdóttir, en hún er gamal- reyndur bankastarfsmaður, hún vann í mörg ár hjá Landsbanka Islands áður en hún hóf störf hjá Alþýðubankanum í Reykjavík sem afgreiðslustjóri og aðal- féhirðir. Kaffi og koníak... Það ríkti mikil gleði og efdrvænting hjá okkur starfsmönnum Alþýðubankans þegar sú langþráða stund rann upp, að við gátum opnað útibúið. Við buðum við- skiptavinum upp á kaffi og koníak ásamt konfekti þann daginn. Ekki er það nú ætl- unin að hafa það á boðstólum í framtíð- inni, segir Krisdn og brosir við, heldur munum við í staðinn leggja mikla áherslu á að bjóða fram góða þjónustu fyrir við- skiptavini okkar. Auðvitað komu fram ýmsir byrjunar- örðugleikar við opnun údbúsins en vanda- mál eru til að leysa þau, ekki satt, heldur hún áfram og það gerum við hér í samein- ingu, starfsmennirnir. Aðspurð um, hvernig henni litist á kom- andi beinlínuvæðingu sagði Kristín: „Við fengum beinlínuafgreiðslutækni í vor, og bíðum spennt eftir tengingu, tilbúin í slag- inn.“ Konur leysa málin í bróðerni Nýkjörinn trúnaðarmaður á staðnum er Brynja Friðfmnsdóttir. Aðspurð um hvernig henni litist á starf sitt sem trúnaðarmaður sagði Brynja: „Ég veit nú varla hvað ég er að taka að mér, en mun að sjálfsögðu leggja áherslu á að kynna mér vel í hverju starfið er fólgið. Við erum 5 konur sem störfum hérna og mjög góð samvinna ríkir milli starfsmanna Tíðindamaður Bankablaðsins óskar starfsfólki sparisjóðsins til hamingju með þeirra glæsilega húsnæði og sér jafnframt ástæðu til að hvetja þau öll til að sækja um inngöngu í SÍB, því þar á allt bankafólk svo sannarlega heima. TEXTI: Guðrún Ástdís Ólafsdóttir. í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps starfa 7 manns, og þar er Dísa Pétursdóttir spari- sjóðsstjóri. I stuttu spjalli við Dísu kom eftirfarandi fram: Sparisjóður Glæsibæjarhrepps var stofnaður 1908 og þar vinna nú sjö fast- ráðnir starfsmenn. Við deilum með okkur ábyrgð, ég og Sigrún Skarphéðinsdóttir, tökum báðar viðtöl og önnumst allt í sam- einingu hérna. Aðspurð sagði Dísa að vinnuaðstaðan væri mjög góð í dag, en sparisjóðurinn flutd í nýtt húsnæði á 75 ára afmælinu árið 1983. „Við vorum mjög ánægð með þessa breydngu á vinnu- aðstöðu, það var heldur þröngt orðið um okkur á gamla staðnum. Annars var ekki langt að fara, því við vorum bara einu húsi neðar í götunni." Það fer mjög vel um okkur hér og starfsandinn er framúrskar- Harpa Hansen, Gunndís Skarphéðinsdóttir, Dísa Pétursdóttir, sparisjóðsstjóri, og Sigur- björg Jóhannesdóttir. andi góður. Þessu má líkja við „innanhúss- samvinnuhreyfing[u“. Ekki eru starfs- menn sparisjóðsins aðilar að SIB og ekki eiga þeir beina aðild að lífeyrissjóði. Greiða þeir iðgjöld til Söfnunarsjóðs líf- eyrisréttinda á meðan það ástand varir.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.