Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 8

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 8
Tímarit Tónlistarfélagsins í sálmasymfóníu Beethovens eru dæmi um það, sem ég hér á viö. Hérmeö náum við loks lokaatriðinu í skýringu vorri, því atriði, sem varðar hið þýðingarmikla form. Gildi tónlistarforms samsvarar því sem listrýnendur kalla „línu“ í málverkinu. Með því er þó ekki átt við línu sem ákveður einhvern hlut eða sem hægt er að álykta einhvern hlut af — eins og heimskupör fúturistanna, sem mála auga á léreftið og biðja áhorfanda að hugsa sér það, sem á vantar af líkamanum út frá þessu lítilfjörlega upp- hafi —, heldur er átt við línu sem felur í sér innri tilgang, sem á sitt eigið lögmál, og fylgir eigin fegurðarreglum. En hieðan málarinn verður í senn að hugsa um sanna túlkun og fegurðargildi málverksins, getur tónskáldið óskipt helgað sig forminu. í báðum listamönnunum verður þó að gera ráð fyrir óblandinni sköpunarhvöt með öllum þeim þrótti tilfinninga og anda sem í því felst. En gæddur þessum krafti hefir málarinn umhverfj sitt að túlka, en tónskáldið ekki, hann er yfir því. Tökum dæmi úr skáldskapnum. Sérhver lína í fögru ljóði, hefir — burt séð frá frásagnar- eða hugsanagildi þess — sína eigin hrynjandi, sinn sérstaka hljóðblæ og sérstöku byggingu, og eigin orðaval. Hugsum oss að merk- ing þess hafi ekki legið í orðunum sjálfum, heldur hafi þau verið táknræn, þá myndi ljóðlínan ekki vera skáld- skapur, heldur tónlist. Þegar Shakespeare segir: „In cradle of the rude, inperious surge“, hugsum vér í senn um tvo hluti, fegurð framsetningarinnar og tign þess, sem lýst er. En þegar Beethoven reit fyrstu nóturnar í fimmtu sym- fóníu sinni, hugsaði hann sér alls ekki „örlögin berja að dyrum“ og því síður ætlaðist hann til að vér legðum þann skilning í það, heldur snertir hann tilfinningar vorar með einu ákveðnu höggi. Þeir sem óska eftir að læra að skilja tónlist myndu hafa mikið gagn af að kynna sér auk tónlistarstafrofsins (þ. e. a. s. nótnaheiti, lyklaheiti, leiktákn o. s. frv.): * 1. Venjuleg heiti tónanna í misstigum tónstiga. * Um flest eftirfarandi atriði geta menn fræðst við að lesa bók dr. Abrahamsens: „Tónlistin". Þýð. 8

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.