Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 16

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.02.1938, Blaðsíða 16
Tímarit Tónlistarfélagsins FiÖIusnillingurinn Ernst Drucker heldur opinbera hljómleika í Gamla Bíó fimmtudaginn 24. febrúar n. k., með aðstoð Árna Kristjánssonar píanóleikara. Á þessum hljómleikum leikur hann þessi verk: Fiðlukonsert eftir Mendelssohn, Fiðlukonsert eftir Paganini, Fiðlusónötu eftir Mozart, Fiðlusónötu eftir Tartini (Djöflatrillusónötuna) og auk þess dansa eftir Dvorák o. fl. Til hádegis 23. febrúar geta styrktarmeðlimir Tónlistar- félagsins tryggt sér beztu sætin, með því að panta þau í Nótnaverzlun K. Viðar. Óperettan »Bláa kápan« Tónlistarfélagið sýnir um þessar mundir óperettu, sem í íslenzku þýðingunni hefir hlotið nafnið ,,Bláa kápan“. Músikin er eftir Walter Kollo. Haraldur Björnsson hefir æft leikendurna, og hefir á hendi leikstjórn, en Dr. Franz Mixa annast hina músiklegu stjórn. Óperetta þessi fékk alveg fádæma góðar viðtökur á frumsýningunni og hin beztu ummæli allra blaða, bæði fyrir leik og músik. Hún hefir nú verið sýnd sex sinnum fyrir troðfullu húsi og hver aðgöngu- miði seldur löngu fyrir hverja sýningu. Leikritið sjálft er skemmtilegt sambland af kýmni og alvöru, en músikin „typisk“ óperettumúsik, létt og lærist fljótt, en gleymist líka jaínfljótt. 16 PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.