Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 2

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 2
Tímarit Tónlistarfélagsins kvartett Ernst Druckers, er ferðast hefir víða um Þýzka- land. og haldið hliómleika. Það er áreiðanlega mikill ávinningur að fá jafn vel menntaðan og áhugasaman tónlistamann og dr. Edelstein hingað, til að kenna. Er það skaði að dvalartími hans er skammur og þeir of fáir, er geta notið tilsagnar hans. DR. H. EDELSTEIN Tónlistaruppeldi Síðustu áratugina fyrir heimsstyrjöldina var tónlistarlíf Evrópu komið i ófrjóa kyrrstöðu. Tónlistarflutningurinn var mest innantómt erfiði, þar sem aðaláherzlan var lögð á að spenna boga tækninnar til hins ýtrasta. Þátttaka áheyrenda var nær einungis bundin venjum, æsingalöngun og óvirkri athygli. Tónlistin var hætt að vera skapandi afl í daglegu lífi, sem lagði einhverjar skyldur á herðar. í stað þess að vera driffjöður til samtaka og einingar var hún frekar orðin til dreifingar og hafði þannig misst þann grundvöll, sem einn getur skapað henni líf og tónlistar- mönnum starfsvið. Gjörhygli sú er umbrot styrjaldarinnar vakti, hefir leitt mönnum það fyrir sjónir, að heilbrigðu tónlistarlífi má líkja við píramída að byggingu. Tónlist atvinnumanna er eins og tindur píramídans, sem er gerður úr sama efni og eftir sama lögmáli og hin trausta undirstaða, grundvöll- urinn, er hann hvílir á. En sleppum líkingum: Tónlistar- starf, er aðeins byggist á þeim sérstæða grundvelli, sem einangrar listamanninni frá öllu öðru starfi og áheyrend- ur, sem halda athygli sinni vakandi vegna undrunar á þessu starfi, ber merki hnignunar. Sannleikurinn er sá, að tónlistarstarf er öllu fremur grundvallarmöguleiki hvers manns. Og tónlistarmaður er sá, sem er sér þessa mögu- 18

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.