Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Síða 4

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Síða 4
T í m a r i t Tónlistarfélagsins þekkingu. Slíkir leitendur ná sérstaklega æfingu í að hlusta á réttan hátt. Hjá þeim finna tónlistarmennirnir hljóm- grunn eftirtektar og skilnings, geta sameinast með þeim í þeirri ást til tónlistarinnar, sem einmitt byggist á þessu og gerir hið fullkomnara nálægara. Tónlistin, sem frumkraftur mannsins, er meðfædd hneigð og verður, eins og hver önnur hneigð eða hæfi- leiki, að þroskast. Spurningin um tónlistaruppeldi er þann- ig, með tilliti til þess sem áður var vikið að, orðin allþýð- ingarmikil. Víst er, — þegar undanskildir eru þeir, sem eiga að stunda tónlist sem atvinnu —, að takmarkið á ekki að vera stæling á snillingunum. Einkum í Þýzkalandi hefir algerlega verið horfið frá þeirri skoðun, að slíkar „vasaútgáfur“ væru hið ákjósanlegasta. Takmarkið er öllu fremur þroskun „dilettantanna". Með söng og leik er barn- ið þegar á unga aldri látið kynnast tónlistinni, með því að syngja og leika á hljóðfæri. Lögin, sem það þegar er farið að kunna, eru sungin og leikin með því og skref eftir skref er það leitt eftir þeirri leið, sem því er kunn og auð- sótt, þangað sem kröfurnar verða þyngri, formin full- komnari. Fyrirhafnarlaust nemur það þannig grundvallar- atriði tónlistarinnar, en sjálfsagt er, að námið verður að vera leikur, er samrýmist sjónarmiðum barnsins og á rót sína í ánægju, svo tónlistargleðin vakni og dafni. Á 17. öld. var svonefnd blokkflauta mjög notað hljóð- færi. Þessi tegund flautu hefir nú aftur verið tekin til notk- unar, þar sem hún er mjög vel fallin til þess tónleiks, sem hér er um að ræða. Hún er afaródýr, útheimtir aðeins mjög litla tækni, en hefir þó rúmt svið, bæði til einleiks og samleiks, Tónverk þau, er fyrrum voru notuð til þessa, hafa nú verið endurvakin og ásamt ein- og fleirrödduðum alþýðulögum, er því úr miklu að velja af verðmætri tón- list, sem þó gerir ekki háar kröfur til þeirra, er iðka hana. Meðal hinna miklu kosta slíks tónlistaruppeldis má nefna: 1. Barnið kynnist tónlistinni á meðan það er enn of ungt til að æfa hin venjulegu hljóðfæri — klaver, fiðlu, 20

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.