Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Page 7

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Page 7
T í m a r it Tónlistarfélagsins HALLGRÍMUR HELGASON Hönd tónlistarmannsins „Sá, sem kýs sér tónlistina, hefir drýgt himneska dáð: Því að fyrsta upphaf hennar er runnið frá himnum, og ljúfir englarnir eru sjálfir ,musik- antar‘.“ Martin Luther. Samkvæmt vísu siðabótarmannsins frá Wittemberg, ættu þá allir tónlistarmenn að vera mjög áþekkir hinni yfir- jarðnesku, vængjuðu flugþjóð! Að hve miklu leyti saman- burðurinn stendur heima, skal ósagt látið, margir eru vængstýfðir og vantar lyfting, en í einu atriði ætti hann að standast, og það er sameiginleiki handanna; því á leiðinni frá heila og hjarta, frá skilningi, skapi og hugmyndaflugi og til tjáningar, er höndin safngler — ef svo mætti að orði komast — hins skapandi flutnings, sem einn getur nægt til að birta sanna list. Skapandi hendur! Þetta hugtak felur í sér dulrænt frum- lag í öllu því, sem fyrir tilverknað þess er mótað, kallað til lífsins. Listamannshöndin er hið mannlega líffæri, sem með snertingu sinni ljær hinu ósýnilega og óræða form fyrir auga og eyra. Robert Schumann hefir einhverntíma bent á hinn nána skyldleika allra lista með þessum orðum: „Menntaður tónlistarmaður hefir sama gagn af að virða fyrir sér „Ma- donnu“ Rafaels, eins og málari hefir af því að hlusta á symfóníu eftir Mozart. Ekki nóg með það: í augum mynd- höggvarans verður sérhver leikari að bjargföstu líkani, og líkanið verður í vitund leikarans að lifandi verum; fyrir málarann verður kvæðið að mynd, tónlistarmaðurinn breyt- ir myndinni í tóna.“ En Ludwig van Beethoven var ekki al- veg sammála Schumann, því hann sagði: „Tónlist er æðri opinberun en allur vísdómur og heimspeki,“ og Hans von Biilow sneiddi fram hjá heimspekilegum bollaleggingum, er hann skýrði undirrót tilverunnar: „í upphafi var hrynj- andin (rhythmus).“ Það er nú verkefni handar tónlistarmannsins að breyta 23

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.