Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 8

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 8
Timarit Tónlistarfélagsins þessu grundvallarlögmáli lífsins úr formúlu og í skynrænan verknað. Höndin getur málað og mótað, temprað og magn- að, lyft til himins og steypt til vítis, hún getur flutt fjöllin úr stað og lýst jafn átakanlega útrás frumstæðra krafta eins og hljóðum slætti hjartans og látið hinn veika sakn- aðaróm birtast angurblíðan og sefandi. Hönd tónlistar- mannsins glímir þá einnig við mjög mismunandi verkefni eftir því, hvaða hljóðfæri hún á að handleika. Snilldarleg kunnátta ein er ekki nóg; að vísu sagði Johann Sebastian Bach: „Maður verður aðeins að hitta réttar nótur á réttum tíma, þá spilar hljóðfærið af sjálfu sér,“ en það gildir í mesta lagl um orgelið, og þar að auki verður hin stjórnandi hönd að sinna registrunum (raddbrigðasnertunum) og fæturnir að hafa gát á pedulunum (fótrimunum). Sonur hans, Karl Philipp Emanuel Bach, undirstrikaði líka: „Maður á að spila innan úr djúpi sálarinnar, en ekki eins og vaninn páfagaukur." Og Robert Schumann hitti naglann á höfuðið með því að álykta: „Þú ert ,musikalskur‘ ef þú ekki bara hefir tónlistina í fingrunum, heldur einnig í höfði og hjarta,“ — (táknrænn dómur hins dreymna meistara). Þessvegna verða hönd og fingur tónlistarmannsins að vera innlíf sál hljómsins. Við skulum gefa gaum að hinni þýðu ró, sem birtist í áslætti hljóms á píanóið. í adagio eða andante og piano teygja sig fingurnir mjúklega og sveigj- andi eftir nótunum — síðan kemur kannske stórt tóngrip, handfylli af nótum, höndin hringar sig, tekur undir sig villidýrsstökk og æðir óstöðvandi í áttina til fyrirséðra endi- marka, fortissimo og furioso. Það eru til tvennskonar pianó- hendur, hinar langfingruðu, eins og Franz Liszt, Alexander Siloti og Max Pauer höfðu, og hinar skammfingruðu hendur Franz Schuberts, Eugen d’Alberts og Siegfried Grundeis. Hið fyrra er sjaldgæfara og eftir virtuosa kunnáttu, en hið síðara leynir meir á sér, og þær hendur hafa venjulega meira úthald, að minnsta kosti er orð á því haft, hve stórbrotinn leikur d’Alberts var, er hann þyrmdi yfir slaghörpunni og særði fram ósýnilega vætti til einvígis við sig. Öðruvísi er þessu varið með hönd fiðluleikarans; hinir næmu fingur- 24

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.