Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 4

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 4
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s fyrr á öldum maður að nafni Johan Sebastian Bach, og er þetta því nú mesta virðingarstaða innan þýzkrar kirkju- tónlistar. En það er til marks um, hvílikar mætur Straube hafði á Páli, að þegar hann varð að hverfa frá störfum um sinn, tilnefndi hann Pál staðgengil sinn, og gegndi Páll því starfi um tveggja ára skeið. Um það bil sem Páll lauk námi, benti allt til þess, að honum stæði opin sú leið, að verða frægur orgelvirtuos, ferðalangur, sem sveif frá einni heimsborginni til annarrar. ’ Hann hélt hljómleika í ýmsum stórborgum, m. a. Berlín, Miinchen, Kaupmannahöfn og víðar, og var alls staðar fádæma vel tekið. í blaðadómum var hann víða talinn einn fremstl Bach-leikari, sem uppi væri. En röm er sú taug, er rekka dregur — hann kaus heldur þann kostinn, að setjast að í heimalandi sinu. Allir, sem til þekkja, vita, hve virkan þátt Páll ísólfsson hefir átt í öllu tónlistarlifi hér siðustu tuttugu árin. Hér heima hefir orgelvirtuosinn reyndar orðið að vikja að nokkru leyti fyrir hinum gagnmenntaða tón- listarmanni, sem er vel að sér á öllum sviðum tónlistar- innar, því að verkefnin hér hafa verið mörg og margs konar, og Páll hefir ekki legið á liði sinu það munu fáar greinar tónlistarinnar, sem hann hefir ekki lagt skerf — og hann oftast stóran. Hann hefir starfað að kórum, hljóm- sveitum, útvarpi, kirkjusöng, kennslu, tónsmíðum og gagn- rýni, svo fátt eitt sé til nefnt, og oftast haft forustu í þeim málum, er hann hefir komið nærri. En þó að starf hans hér heima hafi verið umfangsmest, hefir hann þó einnig gefið sér tíma til þess að gera garðinn frægann, og hefir hann oftar en einu sinni komið fram erlendis sem fulltrúi íslands, landi og þjóð til sóma. Árin 1924—26 dvaldi hann mikið ytra, og stundaði þá meðal annars nám um sex mánaða skeið hjá orgelsnillingnum 4

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.