Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 5

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 5
Tímarit Tónlistarf élagsins Bonnet í Paris, auk þess, sem hann hélt hljómleika á ýms- um stöðum. Árið 1929 var honum boðið að leika Chaconne fyrir orgel eftir sjálfan sig á Norræna tónlistarmótinu í Khöfn, og þrem árum síðar stjórnaði hann hljómleikunum á íslenzku vikunni í Stokkhólmi. Passacaglia hans fyrir hljómsveit var leikin á norræna tónlistarmótinu 1938 og mikið orð gert af. Það er ekki ætlan mín hér, að semja æfisögu Páls ísólfs- sonar, og er því stiklað á því, sem ég helzt man eftir í svip. Það mun ekki hafa valdið hvað minnstu um skjótan tón- listarþroska hans, að hann var frá bernsku alinn upp við góða músík. Faðir hans, ísólfur tónskáld, sem nú er nýlát- inn, hafði svo að segja daglega verk klassisku tónskáldanna um hönd, og Páll tók þegar um átta ára aldur að leika á i> hormonium og síðar að semja tónsmíðar. Hann seglr sjálfur svo frá, að mörg af þeim stefjum, sem hann hefir siðar á fullorðinsaldri notað sem uppistöðu í tónsmíðar sínar, hafi sér fyrst dottið 1 hug á bernskuárunum á Stokkseyri, og telur, að hinn þungi niður brimhljóðsins, sem svall í eyrunum dag og nótt hafi átt mikinn þátt í að móta allt hugarfar sitt, og þá ekki sízt þá hliðina, sem að tónlistinni vissi. Þessara æskuáhrifa sjást enn ljósar mennjar í tón- smíðum hans — þarf aðeins að nefna „Brennið þið vitar“ úr Alþingishátíðarkantötunni, en það lag, með öllum þess norræna brimþunga, hefði enginn getað samið, nema sá, ^ sem alinn er upp við sjóinn. Páli hefir ekki frekar en öðrum íslenzkum tónlistar- mönnum unnizt mikill tími til tónsmíða. Á prenti hafa birzt eftir hann nokkur smálög fyrir piano og einsöng, auk heftis af prelúdíum fyrir orgel. En mörg af verkum hans, sem liggja I handriti hafa heyrzt opinberlega, og er mest þeirra

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.