Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 7

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 7
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s in s H áskól ahl j óml ei kar Visindi og listir eru oft nefnd i sömu andránni og höfum við einnig tileinkað okkur þá venju, þótt áhuga og virkum stuðningi hafi verið mjög áfátt hvaö listirnar snertir. Þær hafa ekki verið álitnar þýðingarmikill liður í menntunar- og uppeldiskerfi þjóðarinnar, en þetta álit þarf að breytast og ýms atriði gefa vonir um, að svo kunni að verða, þótt fá séu, en stórfelldra breytinga er ekki að vænta meðan mestu hindrunum er ekki rutt úr vegi, er sumar stafa bein- línis af þröngsýni. Með hinum nýju og veglegu húsakynnum og auknu fjár- magni hefir starfsemi Háskólans færst mjög í aukana og bera ýmsar ráðagerðir forráðamanna hans þess vitni, að hugur fylgi máli. Er gott til þess að vita að starfi í þágu listanna hefir ekki verið gleymt. Fræðsla í tónlistarsögu og myndlistarsögu og þeim lögmálum, sem þessar listgreinar byggjast á, er líka beinlínis innan vébanda æðstu mennta- stofnunar okkar. Háskólinn hefir nú í vetur gengist fyrir nokkrum hljóm- leikum í hátíðasalnum og fengið til þess beztu tónlistar- menn okkar, þá Björn Ólafsson fiðluleikara og Árna Krist- jánsson píanóleikara. Hljómleikar þessir, hafa verið mjög vel sóttir og fengið ágæta dóma, enda hafa þeir félagar vandað mjög til efnisvals. Með tillit til þess hve vel þessu nýmæli hefir verið tekið, má vænta þess að framhald verði á, því góð tónlist er ekki um of á boðstólum í höfuðstaðnum. Þess má einnig geta að Háskólinn hefir fengið Hallgrím Helgason til að flytja nokkra fyrirlestra um tónlist á þess- um vetri, en um þau fræði munu ekki hafa verið fluttir fyrirlestrar síðan próf. Erik Abrahamsen kom hingað fyrir mörgum árum. Má nú búast við því, að slík fræðsla verði flutt á hverjum vetri úr þessu og fari vaxandi. K. S. 7

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.