Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 6

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1941, Blaðsíða 6
Tímarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s kantatan, er hann samdi fyrir Alþingishátiðina 1930, og hlaut fyrstu verðlaun í keppni þeirri er haldin var þá. Sá, sem kynnir sér þau verk, er kantötudómnefndin fékk til meðferðar, getur varla verið í vafa um, að rétt hafi verið dæmt í því máli. Það má ef til vill segja, að kantata Páls sé ekki allsstaðar jafn frumleg, en hún ber af hinum að því leyti, að hún er heilsteypt verk, samið af mikilli kunnáttu og ítrustu vandvirkni, og ekki hvað sízt að því leyti, að hún er þrungin anda nútímans, en sækir ekki meginviði sína aftur í löngu liðnar aldir. Af stærri verkum Páls má þó telja öllu merkari þau, sem fyr er getið, Passacaglia fyrir hljómsveit og Chaconne fyrir orgel, en sú síðarnefnda er samin yfir fornt íslenzkt tema í dóriskri tóntegund. Bæði þessi verk eru mikilfenglega hugsuð og þannig útfærð frá tækninnar sjónarmiði, að sjaldgæft er um íslenzkar tónsmiðar. Páll er enn svo ungur maður, að þeim sem þekkja hann, þykir satt að segja of snemmt fyrir hann, að fara að halda „júbileum" núna, þegar hann á vafalaust mikinn hluta starfsæfi sinnar framundan, enda mun hann sjálfur leggja lítið upp úr þessum merkjasteini æfi sinnar. Hitt er víst, að þó að hér hafi verið snöggvast litið um öxl og minnst lauslega þeirra 25 ára, sem liðin eru, siðan Páll ísólfsson hóf tónlistarstarf sitt hér I bæ, mun hann ekki taka það sem bendingu um, að nú sé óhætt að setjast í helgan stein, nú sé vel róið. Hann fær áreiðanlega tækifæri til þess að staldra við marga merkjasteinana ennþá, og við hvern þeirra mun hann geta horft aftur á starf, sem hefir borið íslenzkri tónlist aukna ávöxtu. Emil Thoroddsen.

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.