Jazz - 01.03.1947, Blaðsíða 2

Jazz - 01.03.1947, Blaðsíða 2
GREIN UM HLJÓMSVEIT WOODY HERMAN, SEM NÚ ER BEZTA JAZZHLJÓM- SVEIT BANDAR í KJANNA. Getur hann bjargað hinum hvíta jazz? Hljómsveitir 'Noody Herman's og Du\e Ellington eru beztu hljómsveitir, sem nú eru til. Hljómsveit Woody’s hefur algerlega breytt hinu venjulega áliti á því, livernig hljómmagn stórrar jazz- hljómsveitar á að vera. Woody Herman er um þrítugt. Hann keypti fyrsta saxófóninn þegar hann var 9 ára og byrjaði að spila á klarinett, er hann var ellefu ára. Hann spilaði í mörg- um áhugamannahljómsveitum, en 1939 réð hann sig í hina frægu hljómsveit Isham Jones. „Eg held að þeir hafi tekið mig, vegna þess að ég söng laglega,“ segir Woody. Woody er viss um að hann sé betri söngv- ari en sólóisti á klarinett. Eftir að hafa haft hljómsveit sína í tvö ár varð Isham Jones leiður á stjórnendastarfi sínu og hætti, en hljómsveitin hélt áfram á samvinnugrundvelli. listar munu liggja frammi í flestum bó\a- og hljóðfœraverzlunum bcejarins. Að endingu vonum við að þetta byrjenda- starf muni bera árangur, og hann mun nást, ef jazzunnendur eru nógu einhuga í fram- gangi áhugamáls síns. Ritstjórinn. Þeir gerðu örvæntingarfullar tilraunir til þess að fá hljómplötufélagið „Decca“ til að taka nokkrar plötur með hljómsveitinni, og Woody segir um þær tilraunir: „Við höfðum sérstaklega skemmtilega útsetningu á laginu I can’t give you anything but love í valstakt, og mér fannst það hljóma vel, en „Decca“ vildi ekki leyfa okkur að spila inn á plötur. Við höfðum aðeins eina fiðlu, en með því að nota flautu og þrjú klarinett í stil við Kostalanetz, fengum við það til að hljóma eins og fjöldi strokhljóðfæra. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu uppgötvað hæfilika Woody’s til að stjórna og fólu hon- um stjórn hljómsveitarinnar. Henni var síðan breytt í hreina jazzhljómsveit og í sex vikur var unnið af fullum krafti að æfingum á hin- um mörgu nýju útsetningum, og sá ákafi og „músikgleði" ,er hljómsveitarmeðlimirnir sýndu, hlaut undir stjórn rétts manns að vekja athygli. 2 JAZZ

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.