Jazz - 01.03.1947, Blaðsíða 3

Jazz - 01.03.1947, Blaðsíða 3
Reiður forstjóri bannar „Blues". Hin nýja hljómsveit spilaði fyrst á Rose- land-gistihúsinu í Brooklyn. Hljómsveitin hafði lagt svo mikla áherzlu á útsetningar og nákvæmni samspilsins að þeir höfðu aðeins 11 lög. Þessi fyrsta tilraun hinnar nýju hljómsveit- ar varð hneyksli, og það tókst ekki betur á öðrum stöðum, þar sem hún spilaði. Eitt sinn var hún ráðin á gistihús í Texas, og byrjaði sama dag er hún kom þangað að spila væmin dægurlög í sams konar útsetningu, og forstjóri gistihússins ljómaði af ánægju. Dag- inn eftir byrjuðu þeir að spila sínar egin út- setnngar því nú var nóg af þeim fyrir hendi. Forstjóri gistihússins varð öskuvondur og skipaði þeim að hætta að spila þessi „negra- Blues“ eins og hann komst að orði, og daginn eftir útvegaði hann sér nýja hljómsveit. Það var heldur ekki af tilviljun að hann ásakaði hljómsveitina um að spila Blues, því að um tíma var hún kölluð í auglýsingum „The band who plays the blues“ og kynningarlagið var eitt af lögum Woody’s „Blue flame“ og meiri hluti laganna var Blues. En brátt fann Woody út, að þeim gekk ágætlega að spila önnur jazzlög líka, og í síðustu tvö árin hefur hljómsveit hans, vegna hinna sérkennilegu útsetninga sinna og geysi- lega áhuga, verið leiðandi innan hins ame- ríska jazz. Stravinsky semur fyrir hljómsveitina. Hljómsveit Woody Herman’s er eina hljóm- sveitin, sem á síðustu árum hefur getað blásið lífi í hinn hvíta jazz, sem var að logn- ast út af. Leikurinn var að verða vélrænn og útsetn- ingarnar þrautleiðinlegar, en hin unga hljóm- sveit Woody Herman’s hefur veitt nýju blóði í hinn sjúka jazz. Hvaða áhrif hljómsveit Woody’s kann að JAZZ 3 L.

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.