Jazz - 01.04.1947, Page 6

Jazz - 01.04.1947, Page 6
Saxófónarnir jrá vinstri: Ben Webster, Benny Carter, Choo Berry og Hawkins. Evrópnferð Haw!{ins. Evrópuferð Hawkins hafði ekki góð áhrif á leik hans. Er hann sneri aftur til Banda- ríkjanna árið 1939 hafði hann ekki tekið hinn fallega tón með sér og sólóir hans höfðu ekki þann kraft og það innihald, er þær höfðu áður. I París árið 1937 lék Hawkins inn á nokkr- ar plötur með Carter og nokkrum Frökkum. A þessari plötu er Honeysuckle Rose öðru megin en hinum megin er Crazy Rythm. Er það áreiðanlega bezti saxófónleikur, sem nokkru snni hefur verið skorinn í vax. A plötuna léktt beztu saxófónleikarar, er þá voru uppi, en þeir voru: André Ekyan (alt), Alix Combella (tenór), Hawkins og Benny Carter. A þessari plcitu er tækifæri til að kynnast þeim manni, er líkist Hawkins mest, en það er Combella, sem sennilega er beztur evróp- skra saxófónleikara. Má segja að Combella stæli Hawkins svo, að það er undrunarefni þeim, er heyrt hafa. En tónn Combella liafði ekki þann kraft, sem tónn Hawkins hefur, og ekki heldur náði hann því jafnvægi í hægum leik, er Hawkins hafði. Nýir saxófónlei\arar. Þó að tónn Hawkins hafi ekki, eins og áður segir, þann kraft, er hann liafði náð fvrir Frakklandsförina, er hann ennþá tal- inn bezti bandaríski saxófónleikarinn, þó að hann hafi tapað mörgum atkvæðum við síð- ustu skoðanakönnun. Nú hafa komið margir nýir saxófónleikar- ar fram, er miklar vonir eru tengdar við, t. d. Hershel Ewans, Don Byas og Buddy Tate, er leika með hljómsveit Basies (Buddy Tate hefur nú stofnað eigin hljómsveit) Joe Thomas, er leikur með Lunceford og Charlie Ventura og einnig eru margir margir aðrir, er nefna mætti en of langt mál yrði að telja upp, og allir eiga þeir Hawkins mikið upp að unna, — Hawkins, föður nútíma saxófón- leiks. 4 JAZZ

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.