Jazz - 01.04.1947, Síða 7

Jazz - 01.04.1947, Síða 7
Armstrong og }{ona hans, Lucille. íslendingur á hljómleikum hjá Armstrong Ungur íslendingur, er stundar nám í hljóð- færaleik í Bandaríkjunum, hafði tækifæri til að hlusta á Louis Armstrong á hljóm- leikum hans, en hann hélt hljómleika í Carnegie Hall. Fylgir hér á eftir lýsing hans á hljómleiknum. Er Louis Armstrong heldur hljómleika, þá komast allir, sem unna jazz í æsing, og það er að minnsta kosti óhætt að segja, að gamli maðurinn leikur ekki fyrir tómu húsi. Louis Arstrong hélt hljómleika 8. febrúar á vegum Leonards Feather, en hann er einn af ritstjórum Metronome, hins kunna hljóm- listatímarits. Fóru þeir fram í Carnegie Hall og var skipt niður í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn var helgaður Orleans eða þeim tíma, þegar jazzleikararnir voru frjálsir eins og fuglar himinsins. Á meðal laga, sem þarna voru leikin voru t. d. Free as a Bird, Did’n he ramble og Dipper mounth blues og að endingu var leikið I5asin street blues eftir S. Williams. Næsti kafli hét Chicago, en þar var það, að Armstrong og Earl Hines komu saman og léku inn á plötur, er nú eru taldar með því bezta, sem leikið liefur verið, og má t. d. nefna West End Blues, sem var leikinn 1928. I þessum kafla voru m. a. leikin lögin: Blue and black, You, rascal you, Save it pretty mama og að lokum Ain’t Misbehavin’ eftir Fats sáluga Waller. Þriðji kaflinn var kenndur við New York, og voru í þeim flokki eftirtöld lög: St. Louis Blues, Tiger Rag og Confessin, en þar söng Armstrong með hinni hásu og fallegu rödd sinni. Seinasti kaflinn var kenndur við Holly- wood og voru þar leikin eftirfarandi lög: Fyrst var kynningarlag hljómsveitarinnar, Stomping at the Savoy, svo kom hið gamal- kunna I can’t give you anything but love, JAZZ 5

x

Jazz

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.