Jazz - 01.04.1947, Side 16
Molar
Það vakti mikla athygli í Bretlandi, er það
fréttist að von væri á Andrews-systrum og
Ink Spots til að syngja og leika í Paladium
í London.
En sannleikurinn var sá, að áður en samn-
ingar tókust voru Andrews systur búnar að
ráða sig til að leika í kvikmynd með Bob
Hope og Bing Crosby og þær verða ekki til-
búnar til fararinnar fyrr en í júlí.
Með Ink Spots var öðru máli að gegna, því
að storkurinn kom í heimsókn til eins hinna
svörtu söngvara og hinn hamingjusami faðir
hefur nú farið til Californiu ásamt konu sinni
ryðjendastarf í þágu jazzins og við óskum
Jazz alls hins bezta.
Svar:
Við þökkum Nínu fyrir bréfið og höfum
þá ánægju að geta farið eftir tillögum hennar
í flestu.
Blaðið er nú 20 síður, og í því eru tekst-
ar og einnig er þar lag í útsetningu fyrir píanó,
en við getum ekki látið blaðið koma út viku-
lega, við höfum ekki nóg starfslið til þess.
Klausa sú, er hefur komið svo óþægilega
við ungfrúrnar um sætsúpusöngvarana, er
þýdd úr ensku blaðið og það orðrétt, svo að
ungfrúin ætti að snúa skeytum sínum að Eng-
lendingunum.
Við munum við tækifæri birta grein um
Sinatra.
og syni, líklega til þess að jafna sig eftir hin
miklu tíðindi.
Count Basie fer til Evrópu næsta vor, ef allt
gengur að óskum.
RCA Victor hefur gefið út 30 cm plötu
með lögum úr myndinni Stormy Wether, en
það var síðasta mynd Fats. A plötunni eru eftir
töld lög: A’int misbehavin’ og Moppin’ and
Boppin’. Inn á plötuna leika, meðal annara:
Benny Carter (tp) Slam Steward (b) og Zutty
Singleton (t).
Musicraft hefur tekið upp sína fyrstu plötu
með Duke Ellington. Er það „Happy-Go-
Lucky Lokal“ í tveim pörtum. Þetta er fyrsta
platan með Ellington, er hefur komið í eitt ár.
M.G.M. hefur byrjað að taka upp plötur
með Jimmy Dorsey, Sy Oliver, Ziggy Elman
og Buddy Weed.
Buddy Steward hefur verið söngvari með
Gene Krupa hefur hætt að syngja með Gene
og byrjað að vinna við útvarp og kvikmyndir.
Signature hljómplötufélagið hefur afráðið
að taka upp plötuseríu með Paul Whiteman.
Nýr sextett, sem miklar vonir eru tengdar
við, er nú búinn að ráða sig á Churchill gisti-
húsið við Bond Street. Er það Jack Jackson m
eftirtöldum mönnum: Jack Jackson (tp),
Hamish Menzies (p), Pete Chilver (g), Laurie
Morgan (tr), Ray Smith (sax) og Jack Fal-
ton (b).
Islenzka jazzsöngkonan Hallbjög Bjarna-
dóttir er á förum til Bandaríkjanna með við-
komu í Bretlandi. Hallbjörg Bjarnadóttir
hefur gert samning um að syngja í Banda-
ríkjunum, og mun tímaritið Jazz fá sendar
14 JAZZ