Jazz - 01.04.1947, Side 17
TÍMARITIÐ JAZZ
Útgefandi Hljóðfæraverzl. Drangey
Ritstjóri Tage Ammendrup
Afgreiðsla Laugaveg 58
Slmar:
Auglýsingar og ritstjórn 3311
Afgreiðsla 3896
ALÞVÐUPREN'TSMIÐJAN H*F
blaðaúrklippur og dóma um söng frúarinnar,
svo að aðdáendur hennar hér geti fylgzt með
ferð hennar.
Við óskum Hallbjörgu góðrar ferðar og
vonum að henni megi vel farnast.
Harry Dawson hinn vinsæli píanóleikari,
sem margir þekkja, hefur nú stofnað quintett
en hefur hvergi ráðið sig fast. Hann biður að
heilsa öllum vinum sínum hér og vonast til
að koma einhverntíma við tækifæri. Harry
mun á næstunni rita grein fyrir tímaritið
Jazz og munum við reyna að fá aðra þekkta
útlenda hljómsveitarstjóra til að rita greinar
sérstaklega fyrir Jazz.
Harry Parry leikur nú inn á plötur fyrir
brezka útvarpið einnig leikur hann nú inn á
margar plötur fyrir Pharlophone. Nýjasta
platan, sem Harry hefur leikið fyrir Pharlo-
phone er platan R 3024 Frenesi og Indian
Love Call í sérstakri útsetningu Parry. Harry
hlakkar mikið til að koma hingað og einnig
til að kynnast íslenzkum jazzistum.
Miirg 'blöð í Bandaríkjunum eru mjög harð-
orð í garð útvarpsstöðva þar í landi vegna
þess að auglýsendur ráða fræga listamenn til
þess að mæla með vörum þeirra. Margir jazz-
söngvarar þar í landi lifa í því að syngja um
hve t. d. smurningsolía sé dásamleg, sé hún
frá Johnsen & Johnsen.
Joe Daniels and his hot shots eru nú á Ítalíu
í hljómleikaferð og munu einnig fara til Aust-
urríkis. Þaðan mun Joe fara til Bretlands og
svo til Islands. Hingað mun hann koma sein-
ast í apríl eða fyrst í maí.
Charlie Ventura er hættur að leika með
Gene Krupa og hefur stofnað sína eigin
hljómsveit, hann er stígandi stjarna.
í næsta hefti mun birtast grei n um Joe
Daniels og nákvæmlega um, hvernig hljóm-
sveit hans verður skipuð.
Gerð verður tilraun til þess að hafa „Jamm
Session" með Joe Daniels og beztu íslenzku
jazzistunum.
Joe Daniels hefur nú haft samninga við
Pharlaphone í 11 ár, leikið 250 sinnum í út-
varp og einnig hefur hann leikið í kvikmynd-
um.Hann er álitinn einn bezti trommuleik-
ari, sem nú er uppi.
Slam Steward er áður lék bassa í hljóm-
sveit Goodmans og er einn bezti bassisti
Bandaríkjanna hefur nú stofnað quartett með
negrum og hefur quartettinn unnið sér mikla
frægð.
Hljómsveit Jimmy Dorsey leikur nú í Pen-
sylvania gistihúsinu í Hollywood.
Cing Cole tríóið leikur í NBC á hverju
laugardagskvöldi og nýtur meiri hylli en
nokkurntíma áður.
JAZZ 15