Jazz - 01.06.1947, Page 3
Hugleiðingar um tónlistxirlífið
Það hefur vakið athygli þeirra, er jazz
unna að tveir menn, er nefna sig „Tónlistar-
vin“ og „Síðhærður“ hafa tekið sig til og
hafið árásir á tímaritið Jazz, Jón M. Arnason
og jazzinn yfirleitt.
Þessar greinar eru mjög svipaðar að efni og
stíl til og er ekki ólíklegt að sami maðurinn
hafi ritað þær báðar, þær eru skemmtilega
ritaðar, í hálfgerðum skrítlustíl, en efnið er
hin venjulega slagorðasúpa, er þeir menn
nota, er nefna sig jazzhatara.
Það má segja um báðar þessar greinar það
sama og um flestar þeirra greina, er ritaðar
eru móti jazz, að efnið er að miklu leyti
slagorðasúpa, er stafar af þekkingarleysi höf-
undanna, því að þeir er þekkja jazz, rita
ekki þannig.
Það, er hvetur þessa menn til að rita slíkar
greinar er efalaust sú hræðsla, er hefir gripið
marga þá menn, er þykjast bera klassiksa tón-
list fyrir brjósti og geta ekki skilið að til
séu menn svo lausir við alla fordóma að þeir
geta hlustað á hljómlist án þess að dæma
fyrirfram.
Eins og sjá má í þessu blaði þá hafa ís-
lenzku jazzistarnir í viðtölum sínum við blað-
ið látið í ljósi ósk um að geta jafnframt leik
sínum í jazzhljómsveitum einnig leikið með
í stórri íslenzkri symfóníuhljómsveit, en það
er draumur allra ungra hljóðfæraleikara.
En ef það skyldu vera til þeir hljómlistar-
unnendur, er hafa fráhverfst klassisku hljóm-
listina og gengið jazzinum á hönd og eftir
grein félaganna að dæma er það svo, þá er
ástæðan steinrunnið tónlistarlíf, ekki dautt
það væri ekki sannleikur, heldur steinrunnið.
Sú klassiska hljómlist er við 'höfum fengið
seinustu árin hefur verið of einhæf, Beethoven,
Bach og stundum Hándel leikin af sama
fiðluleikaranum, og Islendingar hafa verið
dáðir um allan heim (sjá íslenzku blöðin)
fyrir að hafa getað setið á járnstólunum í
Tripólí í 3 klukkutíma án þess að kveinka
sér og hlustað á Bach, leikinn á fiðlu án und-
irleiks, og þótti þetta afrek.
Svo ári seinna kemur hingað danskur pí-
anóleikari og leikur nútíma hljómlist í þessu
sama húsi, hann lék verk eftir Hindemith,
Bartok, Bentson og fleiri, en fólkið ypti öxl-
um og „kritikkinn" dæmdi með föðurlegum
mildleik þennan nútíma píanóleikara, víst
um það, hann kemur ekki aftur til eyjunnar
fögru við sundin blá.
Einnig hafa komið hingað tveir ágætir
fiðluleikarar aðrir og leikið fyrir hálftómu
húsi, þessir fiðluleíkarar hafa verið dáðir um
allan heim og færustu „kritikerar‘ hafa lýst
aðdáun sinni á leik þeirra, en hérna voru
þeir dæmdir óhæfir vegna þess að þeir voru
ekki á vegum þeirra réttu.
A hljómleikum þessum gat að líta þá, er
voru hinni sönnu unnendur klassiskrar tón-
listar í Reykjavík, þeir voru ekki fleiri en
400—500.
Þetta er í sjálfu sér varhugavert, en ráðið
við þessu er ekki að ráðast á jazzinn, því
hann heldur áfram þróun sinni vegna þess
að víðsýni er undirstaða hans, heldur á að
JAZZ 3