Jazz - 01.06.1947, Blaðsíða 10
íslenzkir hljóðfæraleikarar
Hljómsveit Björns R. Einarssonar var kjör-
in bezta hljómsveit Islands árið 1947.
Tímaritið Jazz átti tal við Björn R. Einars-
son í tilefni þessa og einnig þess að Björn var
kjörinn bezti básúnuleikarinn og bezti söngv-
arinn.
Björn byrjaði að læra á básúnu 19 árp
gamall og hefur leikið sem atvinnuleikari
í 1J4 ár.
Æðsta ósk Björns er að fá tækifæri til að
leika í symfonyuhljómsveit á básúnu, en það
lítur út fyrir að vera langt í land til þess að
ósk Björns rætist.
Hrifnastur er Björn af Lou McCarty á
básúnu, og af sextettum er Björn hrifnastur
af Goodman.
Er við minnumst á kosningu hans sem
söngvara, brosir Björn og segir að hann hafi
aðeins sungið í tæpa tvo mánuði, en fólkinu
hafi líkað það vel, eftir öllu að dæma.
Guðmundur R. Einarsson, bróðir Björns
var kjörinn bezti trommuleikarinn 1947.
Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1925, og
byrjaði að læra á trommu fyrir tveim árum.
Af trommuleikurum er Guðm. hrifnastur
af Sidney Catlet (Big Sid) og af stórum
hljómsveitum er hann hrifnastur af Woody
Herman.
Axel í búðinni eða réttu nafni Axel
Kristjánsson var kjörinn bezti guitarleikar-
inn og jafnframt stigahæsti einstaklingurinn.
10 JAZZ