Jazz - 01.06.1947, Side 10

Jazz - 01.06.1947, Side 10
íslenzkir hljóðfæraleikarar Hljómsveit Björns R. Einarssonar var kjör- in bezta hljómsveit Islands árið 1947. Tímaritið Jazz átti tal við Björn R. Einars- son í tilefni þessa og einnig þess að Björn var kjörinn bezti básúnuleikarinn og bezti söngv- arinn. Björn byrjaði að læra á básúnu 19 árp gamall og hefur leikið sem atvinnuleikari í 1J4 ár. Æðsta ósk Björns er að fá tækifæri til að leika í symfonyuhljómsveit á básúnu, en það lítur út fyrir að vera langt í land til þess að ósk Björns rætist. Hrifnastur er Björn af Lou McCarty á básúnu, og af sextettum er Björn hrifnastur af Goodman. Er við minnumst á kosningu hans sem söngvara, brosir Björn og segir að hann hafi aðeins sungið í tæpa tvo mánuði, en fólkinu hafi líkað það vel, eftir öllu að dæma. Guðmundur R. Einarsson, bróðir Björns var kjörinn bezti trommuleikarinn 1947. Guðmundur er fæddur í Reykjavík 1925, og byrjaði að læra á trommu fyrir tveim árum. Af trommuleikurum er Guðm. hrifnastur af Sidney Catlet (Big Sid) og af stórum hljómsveitum er hann hrifnastur af Woody Herman. Axel í búðinni eða réttu nafni Axel Kristjánsson var kjörinn bezti guitarleikar- inn og jafnframt stigahæsti einstaklingurinn. 10 JAZZ

x

Jazz

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (01.06.1947)
https://timarit.is/issue/332542

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (01.06.1947)

Handlinger: