Jazz - 01.06.1947, Page 5
Kay Davies
stofnun qiuntettsins réði Duke Ellington sig
til The Kenntucky Club í Harlem og var þar
í fimm ár og vakti hljómsveit hans mikla
athygli. Þaðan fór hann til Cotton-klúbbsins
í Harlem og fluttist með Honum til New
York.
Duke hætti um tíma í Cotton-klúbbnum
og lék þá á mörgum stöðum m. a. með
Maurice Chevalier í Fulto-leikhúsinu einnig
réð Flo Zigfield hann til þess að leika í „The
Show Girl“, er vakti óhemju hrifningu ekki
síst vegna leiks Ellingtons.
Evrópuferð Ellingtons.
Duke Ellington hefur farið tvisvar til Ev-
rópu, sumariö 1933 og í apríl 1939. Má með
sanni segja að Duke hafi „komið, séð og sigr-
að“ í báðum þessum ferðum sínum.
Hann fékk konunglegar móttökur og t. d.
í Bretlandi voru haldnar veizlur fyrir hann
af Beaverbrook lávarði og hertoganum af
Windsor og er Ellington kom til Danmerkur
1939 voru nokkrir Þjóðverjar komnir til að
hlusta á hann og þeir sögðu honum að ef
fréttist til Þýzkalands að þeir hefðu hlustað
á hann yrðu þeir að taka út margra ára hegn-
ingarvinnu fyrir að hlusta á amerískan Jazz.
Duke hefur þann sið, er hann ræður sig til
hljómleikahalds að í auglýsingum er bannað
að kalla hljómleikana Jazzhljómleika heldur
verður að kalla þá Ellingtonhljómleika því að
eins og umboðsmaður Ellingtons segir þá má
skipa öllum hljómsveitum Bandaríkjanna í
einn flokk og hljómsveit Dukes í annan, því
meðal þúsunda hljómsveita má þekkja Duke,
útsetningar hans eru alltaf sérkennilegar,
hnitmiðaðar, ekki dægurflugur, heldur útsetn-
ingar, er lifa í eyrum fólksins um áratugi.
Tónsl{ál(lið Ellington.
Duke Ellington er ekki aðeins framúrskar-
andi útsetjari, hann er einnig gott tónskáld.
Lög hans hafa hvað eftir annað verið kjörin
beztu danslög ársins og lög, er hann samdi
1928—32 eru eins vinsæl nú og þau voru þá.
Meðal laga hans má nefna: „Black and Tan
Fantasy“, „Mood Indigo“, „It Dont Mean
a Thing“, „Sophisticated Lady“ og síðast en
ekki síst „Solitude“.
Nú er Ellington að semja óperu byggða á
sögu negranna í Bandaríkjunum.
Stjörn u h Ijó msveit.
Það má með sanni kalla hljómsveit Elling-
tons stjörnuhljómsveit, þar sem hvert rúm
er skipað og má nefna nokkur dæmi um
þá menn, er Duke hefur á að skipa. Rex
Steward trompetleikarinn frægi, hefur oft
verið kjörinn bezti trompetleikari Bandaríkj-
anna, og mun seinnna verða birt sérstök grein
um hann. t>á má nefna saxófónleikarann
JAZZ 5