Jazz - 01.06.1947, Qupperneq 6
Johnny Hodges með betri Alt-saxófónleikur-
um Bandaríkjanna.
Hodges er fæddur 1908 í borginni Roxbury
Mass. Hann byrjaði snemma að læra saxófón-
leik og byrjaði að leika í hljómsveit 13 ára. 15
ára lék hann með hljómsveit Joe Steel.
Johnny var mikið undir áhrifum Bechet
saxófónleikarans fræga, en seinustu árin er
tónn hans orðinn persónulegri og betur mót-
aður og það má segja að hann taki Bechet
fram í mörgum greinum.
Einnig má minnast á trombónleikarann
Lawrence Brown.
Einn einkennilegasti persónuleikinn í hljóm
sveitinni er söngvarinn A1 Hibbler, hann er
blindur en rödd hans er þrungin ástríðu-
blöndnum trega og nær dramatiskum krafti.
Einnig er rétt að geta þess að söngkonurnar
Kay Davies og Marion Cox syngja með
hljómsveitinni.
Hvernig er Ellington?
Það má segja að Duke Ellington sé sívinn-
andi. Hann sefur aðeins fjórar stundir á sólar-
hring og segist vel komast af með það.
Duke er tvígiftur og seinni kona hans
fylgir honum alltaf á næturklúbbinn, sem
hann leikur í, því að annars myndi hún
aldrei sjá hann.
Duke tekur sér hálfsmánaðarfrí á hverju
ári, en hann fer ekki upp í sveit til þess að
njóta sveitaloftsins, nei, þá sækir Duke alla
næturklúbba New York-borgar, því að eitt af
því, er Duke þolir ekki eru kindur, kýr og
sveitaloft.
Duke er þekktur um öll Bndaríkin fyrir
hve hann á mikið af fötum. Hann kaupir
sér 20—30 hatta árlega og hann á óteljandi
bindi og hundruð skyrtna. Hann á tuttugu
veÍ7.1uklæði og vill sterka og æpandi lita-
samsetningu í klæðaburði.
Þetta er í stuttu máli saga Duke Ellingtons
svertingjadrengsins, er byrjaði að leika á píanó
eftir eyranu og þrátt fyrir kynþáttahatur og
lítilsvirðingu á svertingjum ávann sér virð-
ingu allra leiðandi manna um heim allan,
hvort sem þeir eru jazzistar eða shrdlu etaoi
A 20 ára hljómlistarafmæli hans fékk hann
heiðursskjal, er var undirritað af fjölda frægra
manna m. a. Stokowski og Stravinsky, og það
sýndi hvaða álit þessir jöfrar klassiskrar tón-
listar hafa á starfi Dukes, og þeim skilning
er þessir menn leggja í jazzinn, og megi
starf Ellingtons verða til þess að jazzinn haldi
áfram að þróast til gagns og gleði miljóna
manna um heim allan.
Tímaritið Jazz kemur ekki út aftur
fyrr en í september vegna sumarfría.
6 JAZZ