Jazz - 01.06.1947, Blaðsíða 11
Axel er fæddur árið 1927 og hefur leikið
á guitar í 3 ár. Mest dálæti hefur Axel á
guitarleikaranum Charlie Christian og Mike
Brian og svo að sjálfsögðu Django Reinhard.
Axel hefur áhuga á klassiskri hljómlist jafn
framt og er nú að læra á kontrabassa í Tón-
listarskólanum.
Það kom engum á óvænt að Sveinii Ólafs-
son var kjörinn bezti saxófónleikarinn.
Sveinn hefur alla kosti góðs jazzleikara,
Improvisionir hans eru hnitmiðaðar og leikni
hans er frábær. Sveinn er jafnfær í jazz og
klassiskri hljómlist og lék áður á viola í
quartett Tónlistarskólans. Sveinn leikur nú í
hljómsveitinni á Borg.
Count Basie
Bill Basie fæddist árið 1906 í Red Bank,
New Jersey. Hann byrjaði snemma að leika
á píanó og fyrstu árin lék hann aðeins fyrir
kaffi og kökum, eins og hann orðar það sjálf-
ur. Þar til er Benny Moten frá Kansas City
réði hann til sín. í mörg ár var Basie útsetjari
og sólóisti hljómsveitarinnar þar til hann tók
við hljómsveitinni eftir dauða Motens árið
1935.
Undir stjórn Basie réðu þeir sig við Reno
klúbbinn í Kansas City og byrjuðu að leika
í útvarp og vekja athygli. John Hammond er
vann hjá M.C.A. stærsta ráðningarfélagiinu í
Bandaríkjunum kom auga á Basie og eftir
það má segja að braut Basie hafi verið blóm-
um stráð.
Fyrsta er félagið gerði var að breyta nafni
Basie úr Bill Basie í Count Basie og útveguðu
honum og hljómsveit hans vinnu við Rose-
land gistihúsið í New York.
Einnig lék Basie á plötur fyrir Decca m. a.
Roseland Shuffle, Honeysuckelrose og Penn-
ies from heaven.
Stuttu síðar breytti Basie hljómsveitinni og
byggði hana upp á sólóistum, hann sjálfur
við píanóiðí Lester Young, og Herchel Evans
(er dó úr hjartaslagi árið 1939) Bassaleikar-
Framhald á bls. 13.
JAZZ 11