Jazz - 01.06.1947, Side 12
-t,,
Um trommuleikara
Eftir Svavar Gests
Tromma er álitin vera eitt elzta hljóðfæri
heimsins og þess vegna álít ég það viðeigandi
að byrja yfirlit mitt yfir fræga hljóðfæraleik-
ara með því að minnast nokkra þeirra beztu
er uppi eru eða voru.
Fyrst má nefna Gene Krupa. Hann hefur
verið trommuleikurunum það, sem Coleman
Hawkins hefur verið saxófónleikurunum.
Gene Krupa er fæddur í Chicago árið 1909.
Hann hefur aldrei lært að leika á trommu
en þrátt fyrir menntunarskort sinn hefur hann
ritað góðar kennslubækur í trommuleik.
Krupa byrjaði að leika með Red Nichols,
en árið 1934 réð hann sig til Benny Goodman,
og má segja að braut hans hafi verið blómum
stráð frá þeim degi að telja.
Arið 1938 hætti Krupa hjá Goodman og
stofnaði eigin hljómsveit og er hún mjög
vinsæl og hefur m. a. leikið í kvikmyndum.
Gott dæmi um leikni Krupa, er platan
„Sing, Sing, Sing“ með hljómsveit Good-
mans.
Næst má frægan telja Buddy Rich, er var
kjörinn bezti trommuleikari Bandaríkjanna í
/
ar.
Buddy byrjaði að leika á trommu, er hann
var þriggja ára. Fyrsta hljómsveitin, er hann
lék með var hljómsveit Joe Marsala, og er
hann hætti þar réð hann sig til Bunny Berri-
gan og loks lenti hann hjá Tommy Dorsey.
Hjá Dorsey var Buddy í mörg ár, og er
hann hætti þar til að stofna eigin hljómsveit,
þótti Dorsey hljómsveitin fara að tapa sér,
og leystist loks upp.
Sidney Catlet er fæddur árið 1910, og lék
með mörgum hljómsveitum áður en byrjað
var að veita honum athygli, og árið 1944 var
hann kosinn trommuleikari Bandaríkjanna
nr. 1.
Það tíðkast mjög að beztu menn á hvert
hljóðfæri eru fengnir til að leika inn á plötur
og er Sid venjulega fenginn til þess, sem
bezti trommuleikarinn.
Einnig má nefna Cozy Cole trommuleik-
arann í King Cole-tríóinu. Cozy fæddist árið
1909, en byrjaði ekki að læra á trommu fyrr
en 18 ára að aldri.
Ekki leið á löngu áður en Cozy byrjaði
að leika með frægum hljómsveitum eins og
t. d. Linoel Hampton og Cap Calloway.
Helztu plötur með Cozy eru: „Crescendo
in Durm“ og „Pardiddle" en þær lék hann
báðar með Calloway.
Dave Tough er af mörgum álitinn bezti
trommuleikarinn, sem til er, og er það aðal-
lega vegna þess, að Dave virðist eiga heima
í nær hverri hljómsveit sem er. Það er sama
hvort hann leikur „hot“ með Berrigan,
„Dixiland" með Condon eða Swing með
Goodman.
Dave varð að hætta í hinni frægu hljóm-
sveit Woody’s vegna slæmrar heilsu, er kom
af erfiðum ferðalögum.
Dave leikur nú með smáhljómsveit í New
York, sem í eru m. a. Charlie Ventura og Bill
Harris. Frh.
Bráðlega mun koma í bóka- og hljóð-
færaverzlanir bæjarins lögin Tooraloo-
raog Please don’t say „No“, er birtust í
2. og 3. tbl. Jazz.
12 JAZZ